1181. fundur

1181. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 12. júní 2023 kl. 14:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður og Elín Lilja Gunnarsdóttir varamaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.
Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg.

Magnús Magnússon formaður setti fund.

Afgreiðslur:

  1. 2306002 Tillaga að styttingu vinnuviku kennara Grunnskóla Húnaþings vestra skólaárið 2023-2024. Einnig lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs vegna tillögunnar. Byggðarráð óskar eftir upplýsingum frá skólastjórnendum um kostnaðarauka vegna tillögunnar og hvort sá kostnaður sem mögulega fellur til á árinu 2023 rúmist innan fjárhagsáætlunar.
  2. 2306008 Ámundakinn, aðalfundarboð. Lagt fram til kynningar. Magnús Magnússon formaður byggðarráðs verður fulltrúi Húnaþings vestra á fundinum og fer með atkvæðisrétt.
  3. 2306009 Ársreikningur Félagsheimilisins Víðihlíðar. Lagður fram til kynningar.
  4. 2306010 Ársskýrsla og ársreikningur Farskóla Norðurlands vestra. Lagt fram til kynningar.
  5. 2306011 Samningur við Mílu um leigu á aðstöðu vegna farsímastöðvar á Félagsheimilinu Hvammstanga. Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra undirritun hans.
  6. Útboðsgögn vegna sorphirðu unnin af EFLU verkfræðistofu fyrir Húnaþing vestra, Skagabyggð og Skagaströnd. Byggðarráð samþykkir framlögð gögn með áorðnum breytingum.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:55.

Var efnið á síðunni hjálplegt?