1179. fundur

1179. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 31. maí 2023 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, Friðrik Már Sigurðsson varaformaður og Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður.

Starfsmenn

Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg

Magnús Magnússon formaður setti fund.

Afgreiðslur:

  1. 2302025 Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036. Áður lögð fram í drögum á 1167. fundi byggðarráðs. Veitt var umsögn um drög áætlunarinnar sem nú liggur fyrir í lokaútgáfu. Byggðarráð samþykkir framlagða áætlun með fyrirvara um tímasetningar aðgerða í viðauka 1 sem nauðsynlegt er að uppfæra (einkum aðgerðir 6, 7 og 8). Einnig er settur fyrirvari við hlut sveitarfélaga í fjármögnun aðgerða þar sem ekki liggur fyrir kostnaðargreining þeirra. Byggðarráð vísar svæðisáætluninni, með framangreindum fyrirvörum, til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  2. 2303049 Minnisblað um val á tilboðum í skólaakstur – leið 2 frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Í minnisblaðinu kemur fram að Lag ehf. hefur sagt sig frá leið 2 í skólaakstri. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningi við næstbjóðanda, Ágúst Þorbjörnsson, um akstur á leið 2 í samræmi við niðurstöðu útboðs, til vara við Adda ehf.
  3. 2305039 Boð um þátttöku í samráði um drög að reglugerð um málsmeðferð við setningu skipulagsreglna fyrir flugvelli. Ekki þykir ástæða til þátttöku í samráðinu.
  4. 2305042 Erindi frá Skógræktarfélagi Íslands þar sem varað er við neikvæðum málflutningi andstæðinga skógræktar. Byggðarráð þakkar erindið.
  5. 2305043 Fundargerð 926. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17. maí 2023. Lögð fram til kynningar.
  6. Trúnaðarmál.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:44.

Var efnið á síðunni hjálplegt?