1176. fundur

1176. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 8. maí 2023 kl. 13:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, Friðrik Már Sigurðsson varaformaður og Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri.
Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg

Magnús Magnússon formaður setti fund.
Afgreiðslur:
1. 2206037 Lokaskýrsla vegna styrks úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra frá Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga. Um er að ræða styrkveitingu frá árinu 2022 vegna verkefnis um skógarplöntur. Byggðarráð samþykkir skýrsluna og útgreiðslu eftirstöðva styrks.
2. 2305003 Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 976. mál. Umsagnarfrestur til 11. maí 2023. Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið.
3. 2305004 Ársreikningur Félagsheimilisins Ásbyrgis. Lagður fram til kynningar.
4. Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Húnaþings vestra, úthlutunarreglur. Byggðarráð samþykkir reglurnar og felur sveitarstjóra að auglýsa úthlutun styrkja úr sjóðnum fyrir árið 2023 með umsóknarfresti til og með 8. júní nk.
5. Fundargerðir lagðar fram til kynningar:
a. 2305005 Fundargerð 94. fundar stjórnar SSNV frá 2. maí 2023.
b. 2305006 Fundargerð 925. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. apríl 2023.


Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:39.

Var efnið á síðunni hjálplegt?