1164. Fundur

1164. Fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 23. janúar 2023 kl. 14:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður og Elín Lilja Gunnarsdóttir varamaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri.
Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg.

Magnús Magnússon formaður setti fund.

Afgreiðslur:

  1. Reglur um skólaakstur. Lögð fram drög að reglum um skólaakstur í Húnaþingi vestra með áorðnum breytingum. Byggðarráð vísar reglunum til afgreiðslu sveitarstjórnar en leggur til breytingu á forgangi viðbótarhópa í skólaakstri þannig að nemendur í leikskóla hafi forgang fram yfir nemendur í dreifnámi.
  2. Útleiga á skólastjórabústað Barnaskólans á Reykjum. Byggðarráð samþykkir samhljóða að leigja Andra Steini Guðjónssyni og Sigurbjörgu Þorsteinsdóttur skólastjórabústað Barnaskólans á Reykjum frá og með 1. apríl 2023.
  3. 9 mánaða uppgjör ársins 2022. Bráðabirgðauppgjör fyrstu 9 mánaða ársins 2022 lagt fram til kynningar. Rekstur er almennt samkvæmt áætlun.
  4. Beiðni um stækkun lóðar smábýlisins að Eyri. Lögð fram beiðni Jóhanns Albertssonar og Kolbrúnar Grétarsdóttur um stækkun lóðar smábýlisins að Eyri til austurs. Svæðið er í skipulagsferli, vegna breytingar innan þéttbýlis á Hvammstanga í aðalskipulagi 2014 - 2026. Byggðarráð frestar afgreiðslu þar til skipulagsferlinu er lokið en bendir beiðendum á að senda inn athugasemd við skipulagið þar sem fram kemur ósk þeirra um lóðina.
  5. Fundargerð 89. stjórnarfundar SSNV frá 10. janúar 2023 lögð fram til kynningar.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:33.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?