1162. fundur

1162. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 2. janúar 2023 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður og Elín Lilja Gunnarsdóttir varamaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir.

Afgreiðslur:
1. 2212023 Bréf frá mennta- og barnamálaráðherra vegna innleiðingar nýrra laga um barnaverndarþjónustu. Lagt fram til kynningar.
2. 2212039 Tjaldsvæðið Borðeyri, skýrsla ársins 2022 lögð fram til kynningar. Byggðarráð þakkar umsjónarmönnum tjaldsvæðisins greinargóðar upplýsingar.
3. 2212045 Umsókn um lóðina Grundartún 8. Lögð fram umsókn frá Elíasi Guðmundssyni, kt. 150649-3159 um lóðina Grundartún 8. Byggðarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Grundartúns 8 til Elíasar Guðmundssonar.
4. 2212051 Erindi frá Leikflokki Húnaþings vestra vegna afnota af Félagsheimilinu Hvammstanga. Óskar leikflokkurinn afnota af félagsheimilinu vegna æfinga og sýninga á söngleiknum Himinn og jörð á tímabilinu 2. janúar til 11. apríl 2023. Einnig lögð fram kostnaðaráætlun verkefnisins. Byggðarráð samþykkir beiðnina í samræmi við samning sveitarfélagsins og Leikflokksins og með þeim skilmálum sem tilgreindir eru í beiðninni.
Sigurður Þór Ágústsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs kom til fundar við ráðið kl. 14:18.
5. Útboðsgögn vegna ræstinga. Sigurður Þór fer yfir framlögð útboðsgögn vegna ræstinga. Byggðarráð samþykkir framlögð drög og felur sviðsstjóra auglýsingu þeirra.
Sigurður Þór Ágústsson vék af fundi kl. 14:52.
6. Húsnæðisáætlun Húnaþings vestra. Lögð fram uppfærð húsnæðisáætlun Húnaþings vestra fyrir árin 2023 til 2032. Byggðarráð samþykkir áætlunina og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
7. Fundargerðir lagðar fram til kynningar:
a. 2212026 Skólanefnd FNV frá 7. nóvember 2022.
b. 2212033 916. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14. desember 2022.
c. 2212043 87. fundur stjórnar SSNV frá 6. desember 2022.
8. Umsagnarbeiðnir:
a. 2212041 Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, 538. mál. Umsagnarfrestur til 10. janúar 2023.
b. 2212042 Frumvarp til laga um breytingu á stjórn fiskveiða, 537. mál. Umsagnarfrestur til 10. janúar 2023.
c. 2212044 Drög að reglum um varðveislu og eyðingu á skjölum úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila. Umsagnarfrestur til 2. janúar 2023.
Ekki þykir ástæða til umsagnar um framangreind mál.
Bætt á dagskrá:

9. Trúnaðarmál. Fært í trúnaðarbók.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:06

Var efnið á síðunni hjálplegt?