1161. Fundur

1161. Fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 12. desember 2022 kl. 13:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, Friðrik Már Sigurðsson varaformaður og Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir

Magnús Magnússon formaður setti fund.


Afgreiðslur:
1. 2212013 Samningur um þjónustu Samtakanna ´78. Lagður fram samstarfssamningur Húnaþings vestra og Samtakanna ´78 um reglubundna fræðslu um hinsegin málefni fyrir starfsfólk grunnskóla, leikskóla og félagsmiðstöðvar, til nemenda grunnskóla og til stjórnenda sveitarfélagsins. Gildir samningurinn frá árinu 2023 til ársins 2025. Byggðarráð fagnar samstarfinu. Ráðið samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra undirritun hans.


2. 2212012 Styrkbeiðni vegna áramótadansleiks fyrir 7.-10. bekk. Lögð fram styrkbeiðni frá Kristínu Guðmundsdóttur fyrir hönd hljómsveitarinnar Áramóta vegna áramótaballs fyrir nemendur í 7.-10. bekk grunnskólans sem til stendur að halda í Félagsheimilinu Hvammstanga þann 30. desember nk. Byggðarráð samþykkir að styrkja viðburðinn með veitingu afsláttar af leigu í samræmi við gjaldskrá Félagsheimilisins Hvammstanga vegna viðburða í samfélagsþágu.


3. Fundargerðir lagðar fram til kynningar:
a. 2211037 Hafnarsamband Íslands, 447. fundur.
b. 2211036 Samband íslenskra sveitarfélaga, 915. fundur.


4. Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 (gjaldstofn fasteignaskatts), 63. mál. Umsagnarfrestur er til 12. desember 2022. Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið.


Bætt á dagskrá:

5. Trúnaðarmál. Fært í trúnaðarbók.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 13:39

Var efnið á síðunni hjálplegt?