1156. fundur

1156. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 31. október 2022 kl. 14:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, Friðrik Már Sigurðsson varaformaður og Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.
Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg.

Magnús Magnússon formaður setti fund.

Afgreiðslur:

  1. 2210028 Ágóðahlutagreiðsla í Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands. Lagt fram til kynningar bréf frá EBÍ þar sem tilkynnt er um ágóðahlutagreiðslu 2022. Hlutdeild Húnaþings vestra í Sameignarsjóði EBÍ er 0,953% og greiðsla ársins kr. 476.500.
  2. 2210029 Boð mennta- og barnamálaráðuneytisins um samráð við undirbúning frumvarps til laga um skólaþjónustu. Öllum sem áhuga hafa er boðið að taka þátt og skrá sig í samráðshóp sem mun taka til starfa á næstu vikum. Byggðarráð samþykkir að sviðsstjóri fjölskyldusviðs verði fulltrúi Húnaþings vestra í hópnum.
  3. 2210030 Jólahúnar, beiðni um niðurfellingu leigu á Félagsheimilinu Hvammstanga. Byggðarráð getur ekki orðið við beiðni um niðurfellingu leigu en samþykkir veitingu afsláttar í samræmi við gjaldskrá Félagsheimilisins Hvammstanga vegna viðburða í samfélagsþágu og æfinga.
  4. 2210031 Aðalfundarboð Landssamtaka landeigenda á Íslandi. Lagt fram til kynningar.
  5. 2210044 Beiðni um niðurfellingu leigu á íþróttasal vegna íþróttaskóla barna á aldrinum 1-5 ára frá Rannvá Björk Þorleifsdóttur. Byggðarráð fagnar frumkvæði er lýtur að hreyfingu ungra barna og felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga.
  6. Fyrirspurn um áform um endurskoðun aðalskipulags og gerð eða endurskoðun svæðisskipulags. Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun þar sem minnt er á að nýjum sveitarstjórnum ber skv. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að meta hvort ástæða sé til að endurskoða gildandi aðalskipulag. Samkvæmt ákvæðum sömu greinar skal það að jafnaði gert innan tólf mánaða frá sveitarstjórnarkosningum og skal ákvörðunin kynnt Skipulagsstofnun. Áætlað er að undirbúningur vinnu við heildarendurskoðun á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026, í samræmi við 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, hefjist á árinu 2023. Frá gildistöku gildandi aðalskipulags 2014-2026 hefur umgjörð skipulagsmála tekið talsverðum breytingum sem tillit verður tekið til. Undirbúningur vinnunnar mun hefjast samhliða fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2024 og sótt verður um heimild og mótframlag til Skipulagsstofnunar. Áætlað er að vinnan taki tvö ár.
  7. Samningur um snjómokstur á Laugarbakka. Lagður fram samningur við Gunnlaug Guðmundsson, kt. 140766-5779, vegna snjómoksturs á Laugarbakka. Gildistími samningsins er til 15. maí 2023. Byggðarráð samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra undirritun hans. Verkið verður boðið út samhliða snjómokstri á Hvammstanga frá hausti 2023 í samræmi við bókun þess efnis á 1150. fundi byggðarráðs þann 26. september 2022.
  8. Minnisblað um næstu skref í áformuðu útboði úrgangsmála. Sveitarfélögin í Húnavatnssýslum eru öll að klára samningatímabil vegna sorphirðu eða reka málaflokkinn á framlengdum samningum. Fyrirhugað er að standa að sameiginlegu útboði á úrgangsmálum á næstunni. Verkfræðistofan Efla tók saman skýrslu þar sem bent er á möguleika á samstarfi og samhæfingu sveitarfélaganna í úrgangsmálum. Við skoðun kom í ljós að margt er líkt í úrgangsstjórnun sveitarfélaganna, en ýmsa þætti er nauðsynlegt að ræða til þess að bæta þjónustu og flokkun á svæðinu. Með aukinni samræmingu sveitarfélaganna má búast við hagræðingu í málaflokknum til lengri tíma og bættri þjónustu við íbúa svæðisins. Sveitarstjóra er falið að vinna málið áfram og upplýsa byggðarráð um framvinduna.
  9. Umsagnarbeiðnir:

a.  Drög að frumvarpi til laga um breytingu á skipulagslögum, 202. mál í Samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til 6. nóvember 2022.     Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið.

b.  Tillaga til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 231. mál. Umsagnarfrestur er til 8. nóvember 2022. Sveitarstjóra er falið að vinna umsögn um málið þar sem jákvætt er tekið í tillöguna.

c.  Frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 382. mál. Umsagnarfrestur er til 11. nóvember 2022. Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:57.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?