1150. fundur

1150. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 26. september 2022 kl. 11:15 Ráðhús.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, Friðrik Már Sigurðsson varaformaður og Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.
Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg.

Magnús Magnússon formaður setti fund.

Afgreiðslur:

  1. 2209032 Tillaga að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
  2. 2209040 Beiðni um stuðning við 100 ára afmæli Norræna félagsins. Byggðarráð getur ekki orðið við styrkbeiðninni. Félaginu er óskað góðs gengis við framkvæmd hátíðarinnar.
  3. 2209042 Popp- og rokkkórinn, beiðni um afslátt af leigu Félagsheimilisins Hvammstanga. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga vegna erindisins.
  4. 2209048 Krabbameinsfélag Hvammstangalæknishéraðs, beiðni um afnot af Félagsheimilinu Hvammstanga. Byggðarráð samþykkir veitingu afsláttar af leigu í samræmi við gjaldskrá Félagsheimilisins Hvammstanga vegna viðburða í samfélagsþágu.
  5. 2209049 Umsókn um lóð. Fyrir liggur umsókn frá Agnari Sigurðssyni um lóðina Lindarveg 1 á Hvammstanga. Lóðinni var áður úthlutað á 1125. fundi byggðarráðs þann 14. febrúar 2022 og úthlutunin staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar þann 10. mars 2022. Samkvæmt 2. grein reglna um úthlutun lóða hefur umsækjandi 6 mánuði frá úthlutunardegi til að skila inn fullnægjandi byggingarnefndarteikningum og umsókn um byggingarleyfi, að öðrum kosti fellur úthlutunin úr gildi. Samkvæmt framangreindri grein er úthlutunin frá 14. febrúar, sem staðfest var 10. mars, því fallin úr gildi. Byggðarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Lindarvegar 1 til Agnars Sigurðssonar.
  6. 2209050 Ályktun Skógræktarfélags Íslands. Lögð fram ályktun Skógræktarfélags Íslands í hverri sveitarfélög eru hvött til vinna að skipulagsályktunum í takti við stefnu stjórnvalda um skógrækt og til að koma sér upp skilvirkum verkferlum og forðast óþarfa tafir og kostnað við afgreiðslu framkvæmdaleyfa vegna skógræktar. Byggðarráð þakkar hvatninguna.
  7. 2209055 Húnaklúbburinn, beiðni um afnot af Félagsheimilinu Hvammstanga. Byggðarráð samþykkir veitingu afsláttar af leigu í samræmi við gjaldskrá Félagsheimilisins Hvammstanga vegna viðburða í samfélagsþágu.
  8. 1910024 Framlenging samnings um snjómokstur á Hvammstanga. Samningur um snjómokstur milli Húnaþings vestra, Vegagerðarinnar og Gunnlaugs Agnars Sigurðssonar dags. 11. október 2019 rann út 15. maí 2022. Samkvæmt 8. gr. samningsins er heimilt að framlengja hann um eitt ár séu samningsaðilar því samþykkir. Byggðarráð samþykkir framlengingu í eitt ár í samræmi við framangreint ákvæði með gildistíma til 15. maí 2023. Sveitarstjóra er falin undirritun framlengingar ásamt því að hefja undirbúning útboðs á snjómokstri á Hvammstanga frá hausti 2023.
  9. Boð á ráðstefnuna Samtaka um hringrásarhagkerfið. Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóri verður fulltrúi sveitarfélagsins á ráðstefnunni.

Bætt á dagskrá:

10. Útleiga á Lindarvegi 3a. Byggðarráð samþykkir að leigja Lögregluembættinu á Norðurlandi vestra íbúðina að Lindarvegi 3a. Íbúðin verður nýtt fyrir lögreglumann sem starfar í landshlutanum að hluta til en einnig sem íverustaður fyrir lögreglumenn sem staðsettir verða í sveitarfélaginu ef til aðstæðna kemur sem hamla færð.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 12:10.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?