1147. fundur

1147. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 12. september 2022 kl. 11:40 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, Friðrik Már Sigurðsson varaformaður og Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.
Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg

Afgreiðslur:

1. 2208069 Bréf frá kennurum Grunnskóla Húnaþings vestra.
Lagt fram bréf frá kennurum Grunnskóla Húnaþings vestra. Í bréfinu er þakkað fyrir myndarlega uppbyggingu skólamannvirkja sem nú er að mestu lokið. Jafnframt er skorað á sveitarstjórn að búa skólann nauðsynlegum tækjum til kennslu. Byggðarráð þakkar góðar kveðjur og samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2023.
2. 2209007 Bréf frá Selasetri Íslands.
Í bréfinu er óskað eftir endurnýjun á samkomulagi um stuðning sveitarfélagsins við Selasetrið sem gert var árið 2018. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2023.
3. Minnisblað vegna fæðis fyrir starfsmenn sveitarfélagsins.
Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs vegna fæðis fyrir starfsmenn sveitarfélagsins. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2023.
4. Beiðni um aukið starfshlutfall í Leikskólanum Ásgarði.
Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs með beiðni um aukið starfshlufall í leikskóla vegna stuðnings við nemanda. Um er að ræða 80% starfshlutfall frá 1. september 2022 fram að sumarleyfi árið 2023. Kostnaður vegna aukningarinnar rúmast innan samþykktrar launaáætlunar fyrir árið 2022. Byggðarráð samþykkir beiðnina.
5. Kostnaðaráætlun fyrir hönnun á breytingum á íbúðum í Nestúni.
Lögð fram kostnaðaráætlun frá Ragnheiði Sverrisdóttur innanhússarkitekti og Steinunni Guðmundsdóttur arkitekti, fyrir hönnunarvinnu við endurbætur á íbúðum að Nestúni 2, 4 og 6 á Hvammstanga. Sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs er falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2022 vegna hönnunarinnar og leggja fyrir byggðarráð.
6. Fundargerðir funda stjórnar SSNV. Friðrik Már kynnti eftirfarandi fundargerðir:
a. Fundargerð 82. fundar frá 31. ágúst sl.
b. Fundargerð 83. fundar frá 6. september sl. 
7. 2209002 Fundargerð 912. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lögð fram til kynningar.


Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 12:35.

Var efnið á síðunni hjálplegt?