1140. fundur

1140. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn þriðjudaginn 5. júlí 2022 kl. 09:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, Elín Lilja Gunnarsdóttir varamaður og Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður. 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

  1. 2206031 Lagt fram bréf frá Dagrúnu Sól Barkardóttur frá júní sl. þar sem hún óskar eftir námsstyrk vegna B.Ed. náms í kennarafræðum. Jafnframt er lögð fram umsögn yfirmanns sbr. 2. gr. reglna um námsstyrki til starfsmanna Húnaþings vestra. Með vísan í áðurnefndar reglur um námsstyrki getur byggðarráð ekki orðið við erindinu að þessu sinni. Magnús Vignir Eðvaldsson sat hjá við afgreiðslu erindisins.
  2. 2206032 Lagt fram bréf frá Viktor Inga Jónssyni frá júní sl. þar sem hann óskar eftir námsstyrk vegna B.Ed. náms í kennarafræðum. Jafnframt er lögð fram umsögn yfirmanns sbr. 2. gr. reglna um námsstyrki til starfsmanna Húnaþings vestra. Með vísan í áðurnefndar reglur um námsstyrki getur byggðarráð ekki orðið við erindinu að þessu sinni. Magnús Vignir Eðvaldsson sat hjá við afgreiðslu erindisins.
  3. 2206061 Lagt fram til kynningar bréf frá Birgi Jónassyni lögreglustjóra á Norðurlandi vestra vegna aðgerðastjórnar almannavarna í héraði á Norðurlandi vestra. Í bréfinu gerir lögreglustjóri grein fyrir að koma þurfi upp viðunandi aðstöðu og búnaði fyrir aðgerðastjórn innan umdæmisins. Lausleg kostnaðargreining liggur fyrir sem er um kr. 1400 á íbúa.
  4. 2206048 Lagt fram til kynningar bréf frá Eftirlitsnefnd sveitarfélaga 22. júní sl.
  5. 2206051 Lagt fram bréf frá Félagi kraftamanna þar sem óskað er eftir stuðningi við Norðurlandsjakann 2022. Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.
  6. 2206040 Lagt fram bréf frá samningshöfum um grenjavinnslu þar sem óskað er eftir hækkun á greiðslum fyrir hvert vegið dýr vegna aukins kostnað við veiðarnar. Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni en vísar því til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2023.
  7. 2207002 Fundargerð 910. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
  8. 2207002 Fundargerð 911. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
  9. Lagðar fram til kynningar reglur um stuðning við hafnarsjóði til að mæta kostnaði við rekstur fordæmisgefandi dómsmála.
  10. Ráðning sveitarstjóra, sbr. 46. gr. samþykkta um stjórn Húnaþings vestra. Formaður byggðarráðs leggur fram eftirfarandi tillögu.

„Byggðarráð samþykkir að ráða Unni Valborgu Hilmarsdóttur sem sveitarstjóra Húnaþings vesta kjörtímabilið 2022-2026 jafnframt er lagður fram samningur við sveitarstjóra.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:23.

Var efnið á síðunni hjálplegt?