1134. fundur

1134. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 9. maí 2022 kl. 14:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson formaður, Þorleifur Karl Eggertsson varaformaður og Magnús Magnússon aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

1. Rekstraryfirlit fyrir aðalsjóð og undirfyrirtæki janúar – mars 2022.
Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, mætti til fundar og fór yfir rekstur deilda fyrstu þrjá mánuði ársins. Rekstur deilda er almennt í samræmi við fjárhagsáætlun. Byggðarráð þakkar Elínu Jónu fyrir greinargóða yfirferð.
2. Atvinnu- og nýsköpunarsjóður. Hólakot, hundahótel- og þjálfun, lokaskýrsla.
Lögð fram lokaskýrsla vegna styrkveitingar sem Ingveldur Ása Konráðsdóttir fékk vegna verkefnisins „Hólakot hundahótel- og þjálfun.“
Byggðarráð samþykkir skýrsluna og að eftirstöðvar styrksins verði greiddar út.
3. Grunnskóli Húnaþings vestra. Beiðni um að mála gangstétt.
Lögð fram beiðni Grunnskóla Húnaþings vestra um leyfi til þess að mála gagnstétt sem liggur frá skólanum að vestan og niður að horni Hammstangabrautar/Norðurbrautar. Gangstéttin yrði máluð í regnbogalitum á þemadögum í maí, til að fagna fjölbreytileikanum og auka virðingu á ólíkum einstaklingum.
Byggðarráð samþykkir beiðnina.
4. 2205013 Lagt fram boð á aðalfund Farskólans miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra, sem haldinn verður 9. maí 2022.
5. Lagt fram boð á aðalfund Ámundakinnar ehf. fyrir árið 2021, sem haldinn verður 9. maí 2022.
6. 2205001 Lögð fram til kynningar fundargerð 909. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var þann 27. spríl sl.
7. 2205015 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands, sem haldinn var miðvikudaginn 4. maí sl.


Bætt á dagskrá:

8. 211021 Matvælaráðuneytið, sérreglur byggðakvóta fyrir Húnaþing vestra.
Lagt fram erindi frá matvælaráðuneytinu sem gerir athugasemdir við rökstuðning Húnaþings vestra við tillögum að sérreglum fyrir úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2021/2022. Reglurnar voru áður samþykktar á 1120. fundi byggðarráðs og 347. fundi sveitarstjórnar. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að ákvæði um fjölda viðmiðunarára verði fært úr þremur árum í eitt ár.

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:46

Var efnið á síðunni hjálplegt?