1133. fundur

1133. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 25. apríl 2022 kl. 12:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson formaður, Þorleifur Karl Eggertsson varaformaður og Magnús Magnússon aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Afgreiðslur:

1. 2204028 Kvennabandið styrkbeiðni vegna blómsveigs til minningar um drukknaða sjómenn. Byggðarráð samþykkir að styrkja Kvennabandið um kr. 40 þúsund árið 2022 og taka af liðnum 2151 til að leggja blómsveig að minnisvarða um drukknaða sjómenn á sjómannadaginn þann 12. júní nk. Beiðni um samning til lengri tíma er vísað til fjárhagsáætlunargerðar vegna ársins 2023.
2. 2204029 Beiðni um samfélagsafslátt vegna leigu á Félagsheimilinu Hvammstanga á sumardaginn fyrsta frá Ingibjörgu Pálsdóttur og Oddi Sigurðarssyni.
Byggðarráð samþykkir að veita 25% samfélagsafslátt af húsaleigunni, þar sem verkefnið er í samfélagsþágu.
3. Skúnaskrall – Barnamenningarhátíð Norðurlands vestra. Lögð fram beiðni um styrk vegna hátíðar sem haldin verður í byrjun maí. Byggðarráð fagnar því að Barnamenningarhátíð Norðurlands vestra, Skúnaskrall, verði haldin hátíðleg nú í byrjun maí. Byggðarráð kallar eftir frekari upplýsingum hvað varðar ósk um aðkomu sveitarfélagsins.
4. 2203067 Römpum upp Ísland. Lagðar fram til kynningar verklagsreglur verkefnisins Römpum upp Ísland. Sveitarstjóra í samráði við rekstrarstjóra er falið að sækja um í verkefnið.
5. Úrgangsmál á Norðvesturlandi. Lögð fram til kynningar kynning um úrgangsmál á Norðvesturlandi sem unnin var af Eflu verkfræðistofu.
6. Fundargerðir lagðar fram til kynningar
a. Fjallskiladeild Víðdælinga frá 12. apríl sl.
b. Fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 1. apríl sl.
c. Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 4. apríl sl.

7. Viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2022, númer 1.
Lögð fram tillaga að eftirfarandi viðauka vegna fjárhagsáætlunar 2022:
21 -Sameiginlegur kostnaður
Aðkeypt sérfræðiþjónusta kr. 1.100.000
21 – Kynningarmál
Aðkeypt þjónusta kr. 250.000
04 – Fræðslu og uppeldismál
Hljóðkerfi í húsnæði grunn- og tónlistarskóla kr. 1.450.000

Tekið af liðnum 2190, Ófyrirséð. kr. – 2.800.000

Á 1128. fundi byggðarráðs var samþykkt að semja við Consello tryggingaráðgjafa til að sjá um tryggingaútboð fyrir sveitarfélagið, auk þess eru hækkuð framlög til kynningarmála. Fyrirliggjandi er tilboð í hljóðkerfi í húsnæði grunn- og tónlistarskóla, en tilboð í það ásamt nauðsynlegum fylgihlutum er kr. 1.450.000. Ófyrirséð lækkar sem sömu fjárhæð nemur og því hefur viðaukinn ekki áhrif á áætlaða rekstrarafkomu Húnaþings vestra árið 2022.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Bætt á dagskrá:
8. Skipan í stjórn Selaseturs Íslands.
Lögð fram tillaga um að skipa Hólmfríði Sveinsdóttur í stjórn Selaseturs Íslands og sveitarstjóra til vara.
Tillagan samþykkt með 3 atkvæðum.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 13:43

Var efnið á síðunni hjálplegt?