1131. fundur

1131. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 4. apríl 2022 kl. 14:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson formaður, Þorleifur Karl Eggertsson aðalmaður og Magnús Magnússon aðalmaður, 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,

Afgreiðslur:

1. Norðurbraut kynning á þjónustusvæði. Halldór Pálsson kom til fundar og fór yfir uppbyggingu á þjónustusvæði við Norðurbraut.      Byggðarráð þakkar Halldóri góða kynningu.
2. Lagt fram til kynningar bréf frá Samband íslenskra sveitarfélaga þar sem stjórn sambandsins lýsir ánægju með að ráðherra hafi fallist á að fresta gildistöku ákvæða í lögunum sem fjalla um barnaverndarþjónustu og umdæmisráð. Jafnframt leggur stjórn sambandsins áherslu á að sá frestur sem veittur er nýtist til að skipuleggja fyrirkomulag umdæmisráða.
3. Lagt fram bréf frá stjórn Römpum upp Ísland en markmiðið með Römpum upp Ísland er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi. Byggðarráð fagnar verkefninu og er sveitarfélagið reiðubúið til samstarfs.
4. Lagt fram boð á aðalfund veiðifélags Víðidalsár sem haldinn verður í Veiðihúsinu Tjarnarbrekku mánudaginn 11. apríl nk. Byggðarráð skipar sveitarstjóra sem fulltrúa Húnaþings vestra á fundinum og oddvita til vara.
5. Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem sveitarfélög eru hvött til að nýta sér þá aðstoð sem felst í verkefninu átak um Hringrásarhagkerfið. Húnaþing vestra hefur þegar skráð sig til þátttöku í verkefninu.
6. Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka.
7. Fundargerð 908. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, lögð fram til kynningar.
8. Fundargerð 75. fundar stjórnar SSNV, lögð fram til kynningar
9. Lagt fram bréf frá Ragnheiði Sveinsdóttur þar sem hún óskar eftir að fá íbúðina að Gilsbakka 5 leigða tímabundið. Byggðarráð samþykkir að leigja Ragnheiði Sveinsdóttur íbúðina til 31. júlí nk.
Bætt á dagskrá:
10. Lagt fram bréf frá starfshópi um uppbyggingu aðstöðuhúss í Kirkjuhvammi. Þar kemur fram að mat starfshópsins er að fjárfesta í varanlegri aðstöðu fremur en að koma upp bráðabirgðaaðstöðu. Starfshópurinn hefur fengið tilboð í hönnun og teikningu á aðstöðuhúsi í Kirkjuhvammi. Hönnun og teikningar verða unnar af Þóreyju Eddu Elísdóttur og Verkís ehf. Starfshópurinn óskar eftir við sveitarstjórn að fjármagn sem sett var í hönnun og teikningu á aðstöðuhúsi í fjárhagsáætlun ársins 2022 verði nýtt til að greiða fyrir þessa vinnu.
Á fjárhagsáætlun ársins 2022 er gert ráð fyrir kr. 3 milljónum í hönnun og teikningu á aðstöðuhúsi í Kirkjuhvammi. Byggðarráð samþykkir að nýta það fjármagn til verkefnisins.
11. 2204002 Lögð fram bókun byggðarráðs Skagafjarðar frá 1009. fundi 30. mars sl. um samstarf um málefni fatlaðs fólks. Þar lýsir byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vilja til að sveitarfélagið verði áfram leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir því að afstaða sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra liggi fyrir eigi síðar en 7. apríl nk. Undanfarna mánuði hefur Húnaþing vestra unnið með fagráðuneyti og leiðandi sveitarfélagi að skipulagi málaflokksins m.t.t. Húnaþings vestra. Þeirri vinnu er ekki lokið. Byggðarráð telur ekki forsendur til að taka afstöðu til erindisins fyrr en niðurstaða vinnu með ráðuneyti og leiðandi sveitarfélagi liggur fyrir.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:12.

Var efnið á síðunni hjálplegt?