1102. fundur

1102. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 13. september 2021 kl. 14:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson, formaður, Þorleifur Karl Eggertsson, aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

  1. 2108007 Ósk um stuðning vegna námsvistar í FÍH, afgreiðslu frestað á 1101. fundi byggðarráðs. Svar hefur borist frá tónlistarskóla FÍH, óskað var eftir frekari upplýsingum sem hafa borist. Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu þar sem það fellur ekki undir reglur um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumun nemenda frá árinu 2011. Magnús Magnússon vék af fundi undir þessum lið.
  2. Verðtilboð í frágang og steypu gangstétta. Björn Bjarnason rekstrarstjóri sat fundinn undir þessum lið. Kallað var eftir verðtilboðum í frágang og steypu gangstétta og steypu kantsteina við Lindarveg, Bakkatún og Grundartún.

Eftirfarandi tilboð bárust í frágang og steypu gangstétta:

Aðaltak slf. kr. 9.116.480

Gunnlaugur A. Sigurðsson kr. 10.575.000

 

Eftirfarandi tilboð barst í steypu kantsteina:

Kantsteypa Norðurlands ehf. kr. 3.968.000

 

Kostnaðaráætlun kr. 13.200.000.

Byggðarráð samþykkir að ganga til samninga við Aðaltak ehf. um frágang og steypu gangstétta og Kantsteypu Norðurlands ehf. um kantsteina.

 

Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir 7,8 milljónum í frágang gangstétta. Sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslu falið að leggja fram viðauka vegna framkvæmdanna.

 

 

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:33.

 

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?