1096. fundur

1096. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 26. júlí 2021 kl. 14:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson, formaður, Þorleifur Karl Eggertsson, aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Afgreiðslur:

1. Lagt fram bréf frá Leikflokki Húnaþings vestra dags. 15. júlí sl. þar sem stjórn Leikflokksins óskar eftir því að sveitarfélagið kaupi nýtt hljóðblöndunarborð fyrir Félagsheimilið Hvammstanga. Leikflokkurinn er tilbúinn að fjármagna kaupin gegn fjölgun gjaldfrjálsra daga fyrir æfinga- og sýningaraðstöðu. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera viðauka við núverandi samning við Leikflokkinn um æfinga- og sýningaraðstöðu í Félagsheimilinu Hvammstanga. Viðaukin n felur í sér fjölgun gjaldfrjálsra daga í samræmi við gjaldskrá sem nemur upphæð tilboðs í hljóðblöndunarborð.
Þorleifur Karl Eggertsson vék af fundi undir þessum lið.
2. Umsóknir í Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Húnaþings vestra. Lagðar fram umsóknir í Atvinnu- og nýsköpunarsjóð, fjórar umsóknir bárust.
Lögð fram eftirfarandi tillaga að útlutun:
Ingveldur Ása Konráðsdóttir. Hólakot hundahótel- og þjálfun kr. 350.000.-
Handbendi Brúðuleikhús ehf. Prófsteinn kr. 1.000.000.-
Olga Lind Geirsdóttir. Lopalind spunaverksmiðja kr. 650.000.-
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með tveim atkvæðum.
Friðrik Már Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:47

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?