1092. fundur

1092. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 7. júní 2021 kl. 14:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Sveinbjörg Rut Pétursdóttir aðalmaður, Þorleifur Karl Eggertsson varamaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

1. 2106023 Ámundakinn aðalfundarboð. Aðalfundur Ámundakinnar verður haldinn föstudaginn 11. júní nk. Samþykkt að sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum, en oddviti til vara.
2. 2105060 Lagt fram til kynningar bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu vegna breytinga á jarðalögum.
3. 2106005 Lagt fram til kynningar minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um launaþróun sveitarfélaga.
4. 2106011 Fundargerð XXXVI. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga, lögð fram til kynningar ásamt skýrslu Framtíðarseturs Íslands „Sveitarfélög í breyttu umhverfi. Hvað gerist handan morgundagsins? Framtíðaráskoranir“.
5. 2106001 Fundargerð 898. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, lögð fram til kynningar.
6. 2106015 Lagt fram bréf Viktori Inga Jónssyni frá 4. júní sl. þar sem hann óskar eftir námsstyrk vegna B.Ed. náms í kennarafræðum. Með vísan í reglur um námsstyrki til starfsmanna Húnaþings vestra getur byggðarráð ekki orðið við erindinu að þessu sinni.
7. 2106014 Lagt fram bréf frá Dagrúnu Sól Barkardóttur frá 4. júní sl. þar sem hún óskar eftir námsstyrk vegna B.Ed. náms í kennarafræðum. Með vísan í reglur um námsstyrki til starfsmanna Húnaþings vestra getur byggðarráð ekki orðið við erindinu að þessu sinni.
8. Viðauki nr. 2 við fjárhagsáætlun 2021. Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2021. Viðaukinn er vegna kaupa á bifreið fyrir dagvistun aldraðra kr. 1.590.000, á móti kemur söluverðmæti eldri bifreiðar dagvistunar aldraðra kr. -4.500.000. Viðaukinn leiðir til hækkunar á handbæru fé.
Byggðarráð samþykkir tillögu að viðauka með þremur atkvæðum og vísar viðaukanum til afgreiðslu sveitarstjórnar. Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.

Bætt á dagskrá:
9. Lagt fram minnisblað sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs vegna reksturs tölvukerfis sveitarfélagsins. Leitað var tilboða í rekstur tölvukerfis sveitarfélagsins. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Advania.


Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:52

Var efnið á síðunni hjálplegt?