1088. fundur

1088. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 10. maí 2021 kl. 14:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson varaformaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

1. Rekstraryfirlit fyrir aðalsjóð og undirfyrirtæki fyrir janúar – mars 2021. Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, mætti til fundar og fór yfir rekstur deilda fyrsta ársfjórðungs. Rekstur deilda er almennt í samræmi við fjárhagsáætlun. Byggðarráð þakkar Elínu Jónu greinargóða yfirferð.

2. 2105010 Boðun á XXXVI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar boð á XXXVI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður 21. maí nk. Landsþingið verður rafrænt, en ef aðstæður leyfa verður það haldið á Grand hóteli í Reykjavík.

3. 2105018 Lagt fram bréf frá Guðmundi Hauki Sigurðssyni og Flemming Jessen dags. 5. maí sl. þar sem þeir leggja til að sótt verði um að halda Landsmót UMFÍ 50+ í Húnaþingi vestra. Árið 2011 var fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ haldið á Hvammstanga og þótti takast mjög vel til. Guðmundur Haukur og Flemming bjóða fram aðstoð við undirbúning. Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og hvetur USVH og aðildarfélög þess að skoða möguleika á að halda Landsmót 50+ í sveitarfélaginu.

4. 2105031 Lagt fram til kynningar vinnuskjal með drögum að breytingum á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), mál nr. 378. Drögin eru unnin af Umhverfis- og samgöngunefnd og leitast er við að ná málamiðlun ólíkra sjónarmiða. Nefndin stefnir að því að taka málið aftur á dagskrá 12. maí og hægt að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum fram að þeim tíma.

5. 2105010 Lögð fram til kynningar fundargerð 897. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

6. 2105029 Lögð fram til kynningar fundargerð 66. fundar stjórnar SSNV. Byggðarráð tekur undir ályktun SSNE og SSNV um skipan hins opinbera í stjórnir, nefndir og starfshópa og gerir hana að sinni. „Byggðarráð Húnaþings vestra leggur til að í nýrri byggðaáætlun verði aðgerð sem feli í sér að almennt sé gert ráð fyrir því að, að minnsta kosti, þriðjungur einstaklinga sem tilnefndir eru í stjórnir, ráð, nefndir og starfshópa á vegum ríkisins séu búsettir utan höfuðborgarsvæðisins. Þá skorar byggðarráð Húnaþings vestra á fyrirtæki og félagasamtök sem starfa á landsvísu að horfa til sömu meginreglu.“

7. Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Markaðstofu Norðurlands frá 4. maí sl.

8. Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla nr. 14 uppbyggingarteymis félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19.

9. 2105017 Lagt fram til kynningar boð á aðalfund Landskerfa bókasafna.

10. 2105030 Lagt fram til kynningar boð á ársfund Náttúruhamfaratrygginga Íslands.

11. Lögð fram til kynningar fundargerð 434. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 30. apríl sl.

12. Hreinsunarátak 2021. Björn Bjarnason kom til fundar og fór yfir drög að fyrirkomulagi varðandi hreinsunarátak 2021. Skorað verður á forsvarsmenn fyrirtækja, stofnana og íbúa Húnaþings vestra að taka virkan þátt með því að hreinsa til á lóðum og fegra nærumhverfið. Aukaopnun verður í Hirðu. Hreinsunarátakið verður auglýst þegar nær dregur.

Bætt á dagskrá:

13. 2105032 Lagt fram bréf frá Umhverfis- og samgöngunefnd sem hefur nú til meðferðar frumvarp um stofnun hálendisþjóðgarðs sbr. 369. mál á 151. löggjafaþingi. Framsögumaður Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, Kolbeinn Óttarsson Proppé, skoðar nú sérstaklega afstöðu sveitarfélaga til mögulegra breytinga á afmörkun hálendisþjóðgarðs og óskar eftir fundi með fulltrúum sveitarfélagsins.

Byggðarráð tekur jákvætt í að funda með fulltrúum Umhverfis- og samgöngunefndar vegna málsins og felur sveitarstjóra að svara erindinu.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:32

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?