1086. fundur

1086. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 26. apríl 2021 kl. 14:00 Í fundarsal Ráðhússins..

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson varaformaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

1. Magnús Jónsson ráðgjafi hjá SSNV kemur til fundar. Magnús fór yfir hugmyndir að fjárfestingaverkefnum í Húnaþingi vestra. Byggðarráð þakkar Magnúsi greinargóða yfirferð.

2. Lagt fram Bréf frá SSNV dagsett 16. apríl sl. þar sem óskað er eftir tilnefningu í Samgöngu- og innviðanefnd SSNV. Byggðarráð samþykkir að Magnús Magnússon verði fulltrúi Húnaþings vestra í Samgöngu- og innviðanefnd SSNV og Friðrik Már Sigurðsson til vara.

3. 2104049 Lagt fram bréf frá umsjónarmanni dreifnáms á Hvammstanga frá 13. apríl sl. Í bréfinu kemur fram að góð skráning er í dreifinámið eftir forinnritun 10. bekkinga vegna næsta skólaárs, en áætlaður nemendafjöldi er 16 nemendur. Umsjónarmaður telur að endurbætur á húsnæði dreifnámsins séu mjög aðkallandi og þörf sé á fjórum kennslurýmum. Byggðarráð fagnar auknum áhuga nemenda til að sækja dreifnám í heimabyggð og felur rekstrarstjóra að taka út húsnæði dreifnámsins og vísa til fjárhagsáætlunargerðar.

4. Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla nr. 13 uppbyggingarteymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19.

5. Trúnaðarmál. Fært í trúnaðarbók.

Samþykkt að taka á dagskrá:

6. Tilboð í lóðarfrágang við nýbyggingu Grunnskóla Húnaþings vestra. Björn Bjarnason rekstrarstjóri sat fundinn undir þessum lið. Þann 19. apríl sl. voru opnuð tilboð í verkið „Frágangur lóðar vegna viðbyggingar Áfangi I og II“. Fimm aðilar fengu útboðsgögn.

Eftirfarandi tilboð bárust;

Gunnlaugur Agnar Sigurðsson kr. 30.361.400.

Fagvangur ehf. kr. 57.152.600.

Kostnaðaráætlun var kr. 37.054.000. Byggðarráð samþykkir að ganga til saminga við lægstbjóðanda Gunnlaug Agnar Sigurðsson.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:26

Var efnið á síðunni hjálplegt?