- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
- Laus störf
- Vatnsveita
- Ertu að flytja í Húnaþing vestra
- Eyðublöð
- Gjaldskrár
- Gjaldskrár
- Persónuverndarstefna
- Veituráð
- Covid-19 spurt & svarað
- Covid-19 Questions and answers
- ÁHUGAVERT
1078. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 22. febrúar 2021 kl. 14:00 Í fundarsal Ráðhússins.
Ingveldur Ása Konráðsdóttir, formaður, Friðrik Már Sigurðsson, varaformaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri
Afgreiðslur:
Byggðarráð leggur áherslu á mikilvægi góðrar heilbrigðisþjónustu við íbúa sveitarfélagsins og fagnar því að í nýrri íbúakönnun sem gerð var á landsvísu kom fram að íbúar í Húnaþingi vestra eru ánægðastir landsmanna með þjónustu heilsugæslu á sínu svæði.
2. Rekstrayfirlit fyrir aðalsjóð og undirfyrirtæki fyrir tímabilið janúar – desember 2020. Rekstur deilda er almennt í góðu lagi og í samræmi við fjárhagsáætlun. Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslu sat fundinn undir þessum lið.
3. 2102031 Samtök um kvennaathvarf, styrkbeiðni. Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.
4. 2007015 Lagt fram bréf frá Umboðsmanni Alþingis vegna kvörtunar Björns Líndal vegna ráðningar í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslussviðs. Umboðsmaður hefur látið málinu lokið.
Bætt á dagskrá:
5. Leigufélagið Bríet. Byggðarráð fundaði með forsvarsmönnum leigufélagsins Bríetar um mögulegt samstarf vegna byggingar á hagkvæmum leiguíbúðum á Hvammstanga.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:57