1061. fundur

1061. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 5. október 2020 kl. 14:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Ingveldur Ása Konráðsdóttir, formaður, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sat fundinn gegnum fjarfundabúnað. 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Afgreiðslur:
1. Opnunartími Lyfju á Hvammstanga. Borist hafa kvartanir frá íbúum í Húnaþingi vestra um styttan opnunartíma lyfjaverslunar Lyfju á Hvammstanga. Byggðarráð mótmælir skerðingu á þjónustu við íbúa Húnaþings vestra með styttingu opnunartíma Lyfju. Á tímum óvissu og vegna aðstæðna í samfélaginu er mikilvægt að þjónusta lyfjaverslunar sé óbreytt. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda erindi til Lyfju og óska eftir að halda opnunartíma Lyfju á Hvammstanga óbreyttum.
2. 2009074 Lokun útibús TM á Hvammstanga. Byggðarráð mótmælir harðlega lokun útibús á Hvammstanga. Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með fulltrúum TM.
3. 2010001 Lagt fram bréf frá 10. bekk þar sem þau óska eftir styrk fyrir útskriftarferðalagi næsta vor. Þau leggja til að bekkurinn sjái um að tæma ruslafötur á ákveðnum gönguleiðum að og frá skóla það sem eftir er af þessu skólaári. Byggðarráð samþykkir að veita bekknum 60 þúsund króna styrk til ferðarinnar. Styrkurinn er veittur á þeim forsendum að bekkurinn sinni verkefni í samfélagsþágu.
4. 2009021 Bréf frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu vegna úthlutunar á byggðakvóta og sérreglna um úthlutun byggðakvóta. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
5. 2009071 Fundargerð 887. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
6. 2010002 Fundargerð 888. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
7. 20100xx Fundargerð 426. fundar Hafnarsambands Íslands lögð fram til kynningar.

Bætt á dagskrá:

8. Orkusjóður hefur auglýst styrki til orkuskipta 2020. Meðal annars er hægt að sækja um innviðastyrki fyrir vistvæn ökutæki við opinbera staði. Sveitarstjóra falið að skoða möguleika á því að sækja um styrk vegna uppsetningu hleðslustöðvar á Hvammstanga.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:47

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?