1060. fundur

1060. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 28. september 2020 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ingveldur Ása Konráðsdóttir, formaður, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

 

  1. Lagt fram til kynningar bréf  frá SSNV þar sem vakin er athygli á því að í samræmi við grein 8.1 í samþykktum og 14. grein þingskapa SSNV skulu tillögur til breytinga á samþykktum og þingsköpum sendar stjórn a.m.k. þremur vikum fyrir ársþing eða eigi síðar en 2. október 2020.
  2. Stöðuskýrsla nr. 5 teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 frá 18. september sl. lögð fram til kynningar. 
  3.  Sigurður Ágústsson skólastjóri kom til fundar. Farið var yfir framkvæmd samnings um skólamáltíðir en samningurinn rennur vorið 2021. Sveitarstjóra falið að ræða við samningshafa í samræmi við umræður á fundinum.  

 

Bætt á dagskrá:

     4. Ráðning veitustjóra Húnaþings vestra. Sveitarstjóri kynnti ráðningu veitustjóra. Benedikt Rafnsson hefur verið ráðinn í starf veitustjóra, fimm umsóknir bárust um starfið. Umsækjendur voru;  Benedikt Rafnsson, Haraldur Friðrik Arason,  Júlíus Guðni Antonsson og Pétur Einarsson. Einn umsækjandi dró umsókn til baka.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl. 15:08

Var efnið á síðunni hjálplegt?