1051. fundur

1051. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 27. júlí 2020 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ingveldur Ása Konráðsdóttir, formaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, varamaður og Sigríður Ólafsdóttir, varamaður

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Afgreiðslur:

  1.       Fundargerð fjallskilastjórnar Víðdælinga frá 18. júlí sl. lögð fram til kynningar.
  2.       Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 13. júlí sl.
  3.       Lögð fram tillaga að breytingum á samþykkt um stjórn Húnaþings vestra nr. 588/2019. Einnig lagður fram viðauki II við samþykkt um stjórn Húnaþings vestra.  Tillögurnar bornar undir atkvæði og samþykktar með 3 atkvæðum. 
  4.       Lagt fram bréf frá Karli Örvarssyni varðandi heitt og kalt vatn á Reykjatanga. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við veitustjóra.
  5.       Erindi frá Sýslumanni, beiðni um afskrift vegna þing- og sveitarsjóðsgjalda, fyrndar kröfur, að upphæð kr. 125.468.- auk vaxta. Byggðarráð fellst á að veita umbeðna afskrift.
  6.       Lagt fram til kynningar boð á hafnarsambandsþing 2020 sem haldið verður í Ólafsvík dagana 24. og 25. september nk.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                             Fundi slitið kl. 14:52

Var efnið á síðunni hjálplegt?