1048. fundur

1048. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 29. júní 2020 kl. 14:00 Í fundarsal ráðhússins.

Fundarmenn

Ingveldur Ása Konráðsdóttir, formaður, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Afgreiðslur:

 1.       Fundargerð fræðsluráðs, formaður kynnti.
  Fundargerð 210. fundar fræðsluráðs frá 24. júní sl. Fundargerð í 2 liðum.
  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
 2.      2006040 Lagt fram erindi Hannesar Lárussonar og Sólveigar Sigurbjörnsdóttur dags. 19. júní 2020, þar sem óskað er eftir meðmælum sveitarstjórnar Húnaþings vestra vegna fyrirhugaðra kaupa á ábýlisjörð þeirra Óspaksstöðum í Húnaþingi vestra og staðfestingu um ábúð og lögheimili. Byggðarráð samþykkir að mæla með því að Hannes og Sólveig fái að kaupa jörðina og staðfesta að þau hafa stundað fjárbúskap á jörðinni í áratugi og eiga þar lögheimili.“
 3.       2006037 Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er eftir umsögn samkv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Artic Empire ehf. sækir um leyfi til að reka gististað í flokki IV að Laxahvammi, veiðihúsi í Húnaþingi vestra. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.  
 4.       2006046 Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er eftir umsögn samkv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Einar Rúnar Bragason sækir um leyfi til að reka gististað í flokki II. að Neðra-Vatnshorni í Húnaþingi vestra. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.
 5.       2006036 Lagt fram erindi frá Þorsteini Helgasyni skólabílstjóra, þarsem lýst er óánægju með það fyrirkomulagþegar skólabílstjórar fara með börn í leikskóla og þau sótt þaðan aftur. Sveitarstjóra og formanni byggðarráðs falið að funda með skólabílstjórum og skólastjórnendum.
 6.       2006043 Lagt fram bréf Önnu Berner dags. 15. júní sl. þar sem hún óskar eftir námsstyrk vegna náms í kennslufræðum við Háskóla Íslands. Þar sem mikill skortur er á fagmenntuðum starfsmönnum við leikskólann Ásgarð þar sem Anna Berner er starfsmaður, samþykkir byggðarráð í samræmi við 5. og 6. gr. reglna um námsstyrki til starfsmanna Húnaþings vestra ofangreinda beiðni. Samningur um námsstyrk er háður því að almenn skilyrði í ofangreindum reglum séu uppfyllt.
 7.       Reglur um styrki vegna aksturs barna í Húnaþingi vestra. Fyrir fundinum lágu endurskoðaðar reglur um styrki vegna aksturs barna í Húnaþingi vestra. Endurskoðaðar reglur taka gildi 1. september nk.
  Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi reglur með 3 atkvæðum.
 8.       2004049 Opnun tilboða í Grunnskóla Húnaþings vestra – rafmagn og pípulagnir. Fyrir fundinum lágu tilboðsblöð frá opnun tilboða í rafmagn og pípulagnir. Tvö tilboð bárust í pípulagnir og fjögur tilboð í raflagnir. Byggðarráð samþykkir að taka lægstu tilboðum í ofangreinda verkþætti og ganga til samninga við Stefánsson ehf. um pípulagnir og Tengil ehf. um raflagnir.
 9.       Lagt fram til kynningar Ytra mat leikskólans Ásgarðs sem unnið var af Menntamálastofnun. Guðrún Lára Magnúsdóttir og Guðný Kristín Guðnadóttir komu til fundar. Þær fóru yfir ytra mat leikskólans og sögðu frá vinnu við umbótaáætlun sem fer af stað í haust undir handleiðslu Þóru Rósu Geirsdóttur ráðgjafa.
 10.   2006053 Lagt fram bréf Jóhanns Albertssonar dags. 28. júní sl. þar sem hann segir sig úr fræðsluráði. Jóhann hefur verið ráðinn kennari við grunnskólann og getur því ekki samkvæmt 34. gr. reglna um stjórn Húnaþings vestra setið í fræðsluráði.
  Lögð fram eftirfarandi tillaga um breytingar á skipun fræðsluráðs.
  Elín Lilja Gunnarsdóttir verði formaður fræðsluráðs í stað Jóhanns.
  Þorsteinn Guðmundsson verði varaformaður, nýr aðalmaður í ráðinu verði Elísa Ýr Sverrisdóttir og nýr varamaður verði Jón Benedikts Sigurðsson. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
 11.   Þorsteinn Sigurjónsson kemur til fundar. Þorsteinn fór yfir viðræður við Tengir um samstarf um ljóðsleiðara fyrir Vatnsnes þar sem Míla sagði sig frá verkefninu. Byggðarráð felur veitustjóra að halda áfram viðræðum við Tengir út frá umræðum á fundinum.

 

Bætt á dagskrá:

 

Umsóknir um starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslu. Umsóknarfrestur um starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslu sem auglýst var 6. júní sl. rann út þann 21. júní. Alls bárust13 umsóknir um starfið. Umsækjendur eru: Björn Líndal Traustason, Elín Jóna Rósinberg, Haraldur Reinhardsson, Moutaz Kahel, Oddur Sigurðarson, Ólafur Sigmundsson, Pálína Ásbjörnsdóttir, Sigríður Rósa Magnúsdóttir, Sigríður Þóra Valsdóttir, Sóley Halla Eggertsdóttir, Valdimar Björnsson, Þorvaldur Hjaltason og Þórófur Sigurðsson.

Intellecta hafði umsjón með ráðningaferlinu fyrir sveitarstjórn og lagði fram tillögu að ráðningu sviðsstjóra.  Byggðarráð samþykkir að ráða Elínu Jónu Rósinberg sem sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs Húnaþings vestra.

12.  2006011 Lagður fram samningur við Gunnlaug Agnar Sigurðsson um áframhald endurnýjunar hitaveitulagna á Hvammstanga.

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning með 3 atkvæðum.

 

 

 

 

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl. 15:43

Var efnið á síðunni hjálplegt?