1047. fundur

1047. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 22. júní 2020 kl. 14:00 Í fundarsal ráðhússins.

Fundarmenn

Ingveldur Ása Konráðsdóttir, formaður, Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Afgreiðslur:

 1.      2006029 Lögð fram til kynningar fundargerð 14. fundar þjónusturáðs- þjónustu við fatlað fólk á Nlv. frá 6. apríl s.l. 
 2.      2006024 Lagður fram til kynningar ársreikningur Veiðifélags Miðfirðinga fyrir árið 2019. 
 3.      2006031  Lögð fram umsókn um lóðina Bakkatún 6 á Hvammstanga frá Alfreð Alfreðssyni og Unni Valborgu Hilmarsdóttur. Á 313. fundi sveitarstjórnar þann 23. maí 2019 var umræddri lóð úthlutað, frestur til að skila inn fullnægjandi bygginganefndarteikningum rann út 23. nóvember 2019 og er því sú úthlutun fallin úr gildi.  Byggðarráð samþykkir því að endurúthluta lóðinni að Bakkatúni 6 til Alfreðs Alfreðssonar og Unnar Valborgar Hilmarsdóttur.
 4.      2006032  Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 16. júní s.l. þar sem sveitarfélög eru hvött til að fara að beiðni sveitarstjórnarráðherra og hækka ekki fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði umfram verðlagsbreytingar árið 2021.   Byggðarráð mun fylgjast vel með og taka tillit til breytinga á  fasteignamati í sveitarfélaginu þegar ákvörðun um gjaldskrá ársins 2021 verður tekin, á þetta bæði við A og C gjald.
 5.      2006033 Lögð fram til kynningar fundargerð 885. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. júní s.l. 
 6.      Erindisbréfi ungmennaráðs.  Fyrir fundinum lá endurskoðað erindisbréf ungmennaráðs.  Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf.
 7.      Samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Húnaþings vestra. Fyrir fundinum lá endurskoðuð samþykkt um kjörfulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndumHúnaþings vestra.  Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samþykkt með þremur atkvæðum.
 8.      Úthlutun úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþingi vestra.
  Sex umsóknir bárust.
  Lögð fram eftirfarandi tillaga að úthlutun:
  Jóhannes Óskar Sigurbjörnsson.  Lífræn hampræktun og lífræn hampolía  kr. 900.000
  Þorvaldur Björnsson.  Týnda eldhúsið, veisluþjónusta kr. 240.000
  Kidka ehf. Kidka-Sanngjörn tíska úr íslenskri ull  kr. 550.000
  Culture og Craft.  Minjagripir, selir og sauðfé úr þæfðri ull  kr. 50.000
  Sindrastaðir ehf. Oneline riding school  kr. 260.000

 

Friðrik Már Sigurðsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 2 atkvæðum.

 

Bætt á dagskrá:

 9.      Fundargerð 321. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 4. júní sl. 

Dagskrárliður 3, nr. 2003088.  Tillaga að minniháttar aðalskipulagbreytingu hefur hlotið kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga  nr. 123/2010, samhliða tillögu að nýju deiliskipulagi.

Byggðarráð samþykkir með 3 atkvæðum að auglýsa samhliða tillögu að nýju deiliskipulagi og minniháttar aðalskipulagsbreytingu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

 

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl. 14:42

Var efnið á síðunni hjálplegt?