1045. fundur

1045. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 8. júní 2020 kl. 14:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Ingveldur Ása Konráðsdóttir, formaður, Þorleifur Karl Eggertsson, varamaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Afgreiðslur:
1. 205036 Lagt fram erindi frá SSNV dagsett 18. maí 2020 varðandi könnun á vilja sveitarstjórna aðildarsveitarfélaganna til aðkomu að viðbyggingu við verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og fagnar áformum um stækkun verknámshúss við FNV.
2. 205044 Lagt fram fundarboð frá Lánasjóði sveitarfélaga. Fundurinn verður haldinn föstudaginn 12. júní nk. Byggðarráð felur sveitarstjóra að sækja fundinn.
3. 205038 Lagt fram til kynningar bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem kemur fram að COVID-19 faraldurinn hafi umtalsverð áhrif á opinber fjármál þ.e. á afkomu og efnahag ríkissjóðs og sveitarfélaga. Fram kemur að hafin sé vinna starfshóps sem hafi það hlutverk að safna saman samtímaupplýsingum um fjárhagsstöðu einstakra sveitarfélaga á árinu 2020. Óskað verður eftir upplýsingum frá öllum sveitafélögum sem beðin eru að bregðast skjótt við. Undir sama lið er einnig lagt fram til kynningar bréf frá Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytinu – Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Með bréfinu vill nefndin koma á framfæri skilaboðum til sveitarstjórna að mikilvægt er við núverandi aðstæður að ástunda virkt eftirlit með fjármálunum og fylgjast náið með þróun rekstrarins frá mánuði til mánaðar.
4. 206024 Lagt fram boð á aðalfund Veiðifélags Miðfirðinga þann 18. júní nk. Byggarráð felur sveitarstjóra að sækja fundinn, oddvita til vara.
5. 205049 Lagt fram boð á aðalfund Veiðifélags Víðidalsár þann 8. júní kl: 20:00. Byggðarráð felur sveitarstjóra að sækja fundinn, oddvita til vara.
6. 206012 Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Samorku lagt fram til kynningar. Þar sem kemur fram að samþykkt hafi verið á Alþingi þingsályktun um sérstakt tímabundið fjárfestingaátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Í því fólst m.a. að varið verður 200 milljónum kr. á árinu í uppbyggingu í fráveitumálum hjá sveitarfélögum og veitufyrirtækjum. Nú er svo í þinglegri meðferð til breytinga á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, sem felur í sér að á árunum 2020-2030 verði veitt framlag úr ríkissjóði sem nemur hlutdeild í kostnaði við fráveituframkvæmdir á vegum fráveitna sveitarfélaga eftir því sem nánar er ákveðið í fjárlögum. Meginmarkmið frumvarpsins er að styrkja fráveituframvkæmdir á vegum fráveitna sveitarfélaga til þess að uppfylla lög um uppbyggingu og rekstur fráveitna, lög um stjórn vatnamála og reglugerð um fráveitur og skólp. Sveitarfélög eru hvött til að nýta sér þennan stuðning á næstu árum.
7. 205048 Lagður fram til kynningar ársreikningur Landskerfa bókasafna ásamt samþykktum.
8. 205019 Lagt fram erindi frá Handbendi brúðuleikhúsi, afgreiðslu frestað á 1043 fundi byggðarráðs. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ræða við fulltrúa Handbendis í samræmi við umræður á fundinum.
9. Lögð fram fundargerð 2. fundar öldungaráðs frá 2. júní sl. Fundargerð í 7 liðum.
Dagskrárliður 7. Byggðarráð telur jákvætt að koma fyrir bekkjum á opnum svæðum sveitarfélagsins og leitar eftir samráði við öldungarráð um staðsetningu bekkja.
Aðrir liðir í fundargerðinni og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
10. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
a. Fundargerð 884 fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
b. Fundargerð 56. fundar stjórnar SSNV.
c. Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 5. maí sl.
d. Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 8. maí sl.
e. Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 13. maí sl.
11. Lögð fram drög að stefnu og viðbragðsáætlun Húnaþings vestra gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri og kynbundinni áreitni. Byggðarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til umsagnar í félagsmálaráði.
12. Umsóknir í atvinnu- og nýsköpunarsjóð. Lagðar fram umsóknir í atvinnu- og nýsköpunarsjóð. Byggðarráð fór yfir umsóknirnar, samþykkt að fresta afgreiðslu til næsta fundar.
13. Þorsteinn Sigurjónsson kemur til fundar. Þorsteinn fór yfir stöðu mála varðandi lagningu ljósleiðara um Vatnsnes og Vesturhóp. Míla hefur dregið sig út úr samstarfinu. Þorsteinn fór yfir nokkrar sviðsmyndir sem hægt er að vinna út frá. Þorsteini falið að leita eftir samstarfi við Tengir á Akureyri um lagningu á ljósleiðara um Vatnsnes og Vesturhóp.

Bætt á dagskrá.
14. Lagt fram boð á aðalfund Veiðifélags Arnavatnsheiðar og Tvídægru þann 11. júní. Byggarráð felur sveitarstjóra falið að sækja fundinn, oddvita til vara.


Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:25

Var efnið á síðunni hjálplegt?