1042. fundur

1042. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 11. maí 2020 kl. 14:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson, formaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

 

  1.       2005008 Lögð fram til kynningar árskýrsla Veiðifélags Víðidalsár fyrir árið 2019.
  2.      2005001 Lagt fram erindi frá BB14 ehf.  þar sem sótt er styrk fyrir stofnun útfararþjónustu á Norðurlandi vestra.  Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu.
  3.     2005007 Lagt fram bréf frá Hallgrími Sveini Sævarssyni þar sem sótt er um styrk til upptöku á umhverfishljóðum, kaupum á tækjum til upptöku og útgáfu. Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu.  Byggðarráð bendir á að auglýst er eftir umsóknum um styrki til félags-, menningar- og atvinnumála í tengslum við undirbúning fjárhagsáætlunar ár hvert.
  4.     Reglur um uppsetningu ljósastaura í dreifbýli. Fyrir fundinum lágu endurskoðaðar reglur um uppsetningu ljósastaura í dreifbýli.  Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi reglur.
  5.      Reglur um frístundakort. Fyrir fundinum lágu endurskoðaðar reglur um frístundakort.  Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi reglur.
  6.      Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka. Fyrir fundinum lágu endurskoðaðar reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka. Afgreiðslu er frestað.
  7.      Hafnarreglugerð Húnaþings vestra. Fyrir fundinum lág endurskoðuð Hafnarreglugerð fyrir Hvammstangahöfn. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi reglugerð.
  8.      Eldur í Húnaþingi.   Karen Ásta Guðmundsdóttir mætti til fundar fyrir hönd framkvæmdastjórnar.  Karen Ásta fór yfir framkvæmd og stöðu hátíðarinnar.  Undirbúningur hátíðarinnar er vel á veg kominn og hvetur byggðarráð stjórn og framkvæmdastjórn til áframhaldandi góðra verka. Hátíðin auðgar sveitarfélagið menningarlega og samfélagslega og því er mikilvægt að hún verði haldin en skipulag hennar fylgi tilmælum sóttvarnalæknis.

Samþykkt að taka á dagskrá:

 9.      Björn Bjarnason kemur til fundar.  Björn fór yfir stöðu á vinnu við grunnskólann, jarðvinnuverktaki er að ljúka störfum. Unnið er að yfirferð tilboða fyrir uppsteypu.  Björn fór yfir viðhaldsframkvæmdir sem farið verður í  á næstunni.

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl. 16:09

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?