1031. fundur

1031. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 3. febrúar 2020 kl. 09:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson, formaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

 

  1.       2001015 Lögð fram til kynningar fundargerð Veiðifélags Miðfirðinga frá 25. janúar sl.
  2.      2001055 Lagt fram til kynningar bréf frá Hafnarsambandi Íslands vegna kórónasmits og sóttvarnaráætlunar hafna.
  3.       Ingimar Oddsson kom til fundar og kynnti fyrirhugaða ævintýrahátíð (Steampunk hátíð) sem hann hyggst halda að Reykjum í Hrútafirði næsta sumar. Byggðarráð þakkar Ingimari fyrir áhugaverða kynningu og óskar honum góðs gengis með hátíðina.
  4.       Félagsheimilið Hvammstanga, Kristín Guðmundsdóttir húsvörður kom til fundar. Formaður byggðarráðs fór yfir fyrirhugaðar breytingar á rekstri félagsheimilisins, framvegis munu viðburðahaldarar þurfa að sækja um tímabundið áfengisleyfi ef selja á áfengi á viðburðum í húsinu.

 

Samþykkt að bæta á dagskrá:

  5.      Breyting á fundartíma byggðarráðs. Fyrir fundinum liggur tillaga um breytingu á tímasetningu reglulegra funda byggðarráðs til og með 24. febrúar. Fundir byggðarráðs munu hefjast kl. 9:00 í stað 14:00. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl. 10:58

Var efnið á síðunni hjálplegt?