1024. fundur

1024. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 2. desember 2019 kl. 14:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.
Afgreiðslur:
1. 1911021 Lögð fram umsókn frá Júlíusi Þór Júlíussyni fyrir hönd Hoffells ehf. um byggingarlóð undir parhús að Lindarvegi 3 á Hvammstanga.  Byggðarráð samþykkir ofangreinda umsókn.
2. 1911043  Lagt fram fundarboð á aukaaðalfund Félagsheimilisins Hvammstanga 4. desember nk. kl. 16:00. Byggðarráð felur Friðriki Má Sigurðssyni, Sveinbjörgu Rut Pétursdóttur, Magnúsi Magnússsyni og Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur að sitja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
3. 1911050  Undirbúningur nýs samnings vegna reksturs skólabúða á Reykjum. Byggðarráð hefur hafið undirbúning að nýjum samningi við Reykjatanga um rekstur skólabúða.  Byggðarráð felur fræðsluráði að yfirfara þann hluta núgildandi samnings sem fjallar um faglegt starf  sbr. gr. 6.1 í samningi um rekstur skólabúðanna.
4. 1911041  Lagt fram bréf frá Vegagerð ríkisins þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða niðurfellingu hluta Kjörseyrarvegar af vegaskrá. Þar sem föst búseta er nú á Kjörseyri 2a samkvæmt þjóðskrá fer byggðarráð þess á leit við Vegagerð ríkisins að vegurinn verði áfram á vegaskrá.  
5. 1911051  Skipun nýs markavarðar.  Eggert Levý hefur sagt sig frá störfum markavarðar í Vestur-Húnavatnssýslu.  Byggðarráð samþykkir að skipa Ólaf Benediktsson sem markavörð fyrir Húnaþing vestra.  Eggerti Levý eru færðar þakkir fyrir sín störf síðustu áratugi.
6. 1911053 Lagt fram minnisblað vegna aksturs leikskólabarna.  Sigurður Ágústsson skólastjóri sat fundinn undir þessum lið.
7. 1911052 Lagt fram minnisblað vegna aksturs skólabarna í og úr skipulögðum skólaferðum. Sigurður Ágústsson skólastjóri sat fundinn undir þessum lið.
8. 1911049 Lagt fram minnisblað vegna sorphirðu 2019.  Björn Bjarnason rekstrarstjóri sat fundinn undir þessum lið.
9. 1911049  Lagt fram minnisblað um verklag framkvæmda við viðbyggingu Grunnskóla Húnaþings vestra. Björn Bjarnason rekstrarstjóri sat fundinn undir þessum lið. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að áfangaskipta fyrirhuguðum framkvæmdum samkvæmt fyrirliggjandi minnisblaði um verklag framkvæmda.
10. Rekstraryfirlit fyrir aðalsjóð og undirfyrirtæki fyrir tímabilið janúar-september 2019. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir stöðu fjárhagsbókhalds fyrstu 9 mánuði ársins og samanburður við fjárhagsáætlun sama tímabils. Ingibjörg Jónsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kemur inn á fundinn og fer yfir rekstraryfirlitið.  Rekstur er almennt í samræmi við áætlun ársins. 
 
 
 Bætt á dagskrá:
 
11. Áform um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð.
 
Lögð fram eftirfarandi bókun: „Byggðarráð Húnaþings vestra hvetur stjórnvöld eindregið til þess að leggja til hliðar fyrirliggjandi áform um lagasetningu vegna stofnunar þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. 
 
Byggðarráð bendir á að fjölmörg sveitarfélög hafa gert verulegar athugasemdir við eða hafnað alfarið framkomnum tillögum nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu, sem kynntar hafa verið í samráðsgátt stjórnvalda. 
 
Byggðarráð Húnaþings vestra ítrekar að samkvæmt lögum er skipulagsvald, þ.e. vinnsla og samþykkt svæðis- aðal- og deiliskipulags á höndum sveitarfélaga. Það er því ekki í verkahring ráðherraskipaðar nefndar, ráðherra eða Alþingis að hafa með beinum hætti áhrif á skipulag sveitarfélaga með því að gera tillögu að legu þjóðgarðs á miðhálendinu innan marka þeirra.
 
Þá leggur byggðarráð Húnaþings vestra áherslu á að hugmyndir um stofnun eins heildstæðs þjóðgarðs á miðhálendi Íslands geti ekki raungerst nema í víðtækri sátt við sveitarfélögin í landinu.“  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með þremur atkvæðum. 
 
 
 
 
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl: 16:11
 
Var efnið á síðunni hjálplegt?