1022. fundur

1022. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 11. nóvember 2019 kl. 08:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Ingveldur Ása Konráðsdóttir, aðalmaður, Þorleifur Karl Eggertsson, aðalmaður, Friðrik Már Sigurðsson aðalmaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður, Magnús Magnússon, aðalmaður, Magnús Eðvaldsson, aðalmaður og Sigríður Ólafsdóttir, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.
Ingibjörg Jónsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Jónsdóttir

Afgreiðslur:
1. Farið yfir drög að fjárhagsáætlun fyrir árin 2020-2023, með áorðnum breytingum frá fyrri umræðu. Byggðarráð samþykkir að senda fjárhagsáætlunina til fyrri umræðu í sveitarstjórn með þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum.
Fundur sveitarstjórnar verður haldinn þann 14. nóvember nk. kl 15:00
2. Lögð fram drög að innkaupastefnu og innkaupareglum Húnaþings vestra. Byggðarráð samþykkir drögin með áorðnum breytingum.


Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl: 08:40

Var efnið á síðunni hjálplegt?