1021. fundur

1021. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 4. nóvember 2019 kl. 10:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson, formaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Afgreiðslur:

 

  1.      1910064 Erindi frá Hannesi Péturssyni og Þorbjörgu Valdimarsdóttur þar sem þau óska eftir upplýsingum um hvaða þjónustu sveitarfélagið veitir fötluðum einstaklingum. Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar í félagsmálaráði. Sveinbjörg Rut Pétursdóttir vék af fundi undir þessum lið.
  2.     1909077 Dagur íslenskrar tungu. Lagt fram til kynningar bréf frá mennta- og menningarmálaráðherra og Guðrúnu Nordal forstöðumanni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum þar sem vakin er athygli á degi íslenskrar tungu 16. nóvember nk.
  3.     1909007 Gjaldskrá hitaveitu Húnaþings vestra. Gjaldskráin hefur verið samþykkt af ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Ekki var um hækkun á gjaldskrá að ræða. Felldir voru niður eldri gjaldskrárliðir sem eru ekki lengur í notkun og texti lagfærður til samræmingar. Lagt fram til kynningar.
  4.     1910068 Fundargerð 875 fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
  5.       1910069 Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem sveitarfélög sem ekki hafa sett sér jafnréttisáætlanir eru hvött til að gera slík. Húnaþing vestra vinnur nú að endurskoðun jafnréttisáætlunar og verður hún send Jafnréttisstofu að lokinni samþykkt sveitarstjórnar.

 

Samþykkt að bæta á dagskrá:

 6.      Fundarboð frá Veiðifélagi Miðfirðinga vegna félagsfundar. Sveitarstjóra falið að sækja fundinn fyrir hönd Húnaþings vestra, oddviti til vara.

7.      Samstarfssamningur um rekstur dagdvalar fyrir aldraða í Húnaþingi vestra. Fyrir fundinum lágu drög að samstarfsamningi við Heilbrigðisstofnun Vesturlands þar sem heilbrigðisstofnunin tekur að sér að reka dagdvöl fyrir aldraða í umboði Húnaþings vestra. Dagdvalarrými eru alls 5 samkvæmt úthlutun velferðarráðuneytis. Samningur þessi kemur í stað samnings frá 25. febrúar 2013, en Húnaþing vestra mun nú sjá um akstursþjónustu vegna dagdvalar fyrir aldraða sem áður var hluti eldri samnings.  Sveitarstjóra falið að undirrita fyrirliggjandi samning.

8.      Breyting á fundartíma byggðarráðs. Fyrir fundinum liggur tillaga um breytingu á tímasetningu funda byggðarráðs í nóvember. Fundir byggðarráðs munu hefjast kl. 9:00 í stað kl. 14:00.  Tillagan samþykkt með þremur atkvæðum.  

 

 

 

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl.: 10:59

Var efnið á síðunni hjálplegt?