1019. fundur

1019. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 28. október 2019 kl. 09:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson, formaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Afgreiðslur:

 

1. 1910053 Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. þar sem lánasjóðnum, í samræmi við lög nr. 140/2018 og reglugerð nr. 745/2019, er falið að framkvæma áreiðanleikakönnun á viðskiptamönnum sínum. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

2. 1910054 Bréf frá félagsmálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir tilnefningu tveggja fulltrúa í samráðshóp vegna móttöku flóttafólks. Byggðarráð samþykkir að tilnefnd séu Liljana Milenkoska og Sigurður Þ. Ágústsson.

3. 1910055 Bréf frá Umboðsmanni barna þar sem Umboðsmaður býður til þings um málefni barna dagana 21. og 22. nóvember. Lagt fram til kynningar.

4. 1910056 Fundargerð haustþings SSNV lögð fram til kynningar.

5. Fimmtán ára samgönguáætlun 2020-2034 og fimm ára aðgerðaáætlun 2020-2024

Lögð er fram eftirfarandi bókun:

 

„Byggðarráð Húnaþing vestra fagnar því að framkvæmdir við veg 711, Vatnsnesveg, sé að finna í fimmtán ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. Tekið er tillit til áherslu sveitarstjórnar Húnaþings vestra að vegurinn sé ekki fjármagnaður úr tengivegapotti enda hefði það líklega seinkað öðrum nauðsynlegum tengivegabótum á svæðinu. 

 

Byggðarráð Húnaþings vestra ítrekar nauðsyn þess að framkvæmdir við skólaakstursleiðir verði settar í forgang innan samgönguáætlunar. Grunnskólabörn sem búa við veg 711 þurfa að fara í skólabíl um veginn tvisvar á dag, hvern virkan dag, níu mánuði ársins, í tíu ár. Þannig velkjast börnin á vondum vegi, á lágmarkshraða, með tilheyrandi óþægindum og nú í haust hefur daglegur ferðatími skólabíla lengst um 40 mínútur vegna óviðunandi ástands vegarins. 

Mælingar sýna að veruleg umferðaraukning hefur orðið um veg 711 og telur byggðarráð varhugavert að slá af öryggiskröfum á þeim köflum vegarins þar sem umferð skólabíla er enda hefur aukin umferð haft í för með sér aukna slysatíðni, s.s. útafakstur og bílveltur. 

Það veldur byggðarráði Húnaþings vestra verulegum vonbrigðum að framkvæmdir við veg 711 séu ekki fyrirhugaðar fyrr en á þriðja tímabili áætlunarinnar á árunum 2029-2034. Byggðarráð telur afar brýnt að framkvæmdinni verði flýtt og sett á fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2020-2024 þannig að vinna við hönnun og framkvæmdir hefjist tafarlaust.“

 

Samþykkt að taka á dagskrá:

 

6. Beiðni um afnot af íþróttamiðstöð frá Meistaraflokki kvenna í körfubolta vegna Íslandsmóts í körfubolta í 2. deild.  Óskað er eftir styrk til að greiða fyrir afnot af íþróttamiðstöðinni laugardaginn 2. nóvember.  Byggðarráð samþykkir erindið.

 

 

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl.: 10:32

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?