1004. fundur

1004. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 24. júní 2019 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson, aðalmaður,
Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, aðalmaður, og Magnús Magnússon, aðalmaður

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir,
sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Afgreiðslur:

 

1.         Þorsteinn Sigurjónsson, veitustjóri umhverfissviðs mætir til fundar.  Farið yfir stöðu helstu verkefna s.s. gjaldskrá og viðhald vatnsveitu, fráveitu og endurnýjun lagna hitaveitu á Hvammstanga.

 

2.         Fundargerðir lagðar fram til kynningar:
a)  1906027
11. fundur þjónusturáðs um málefni fatlaðs fólks frá 4. júní sl.
b)  1906030
45. fundur stjórnar SSNV frá 4. júní sl.
c)   1906009
871. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 29. maí sl.

3.         1906028 Vátryggingar sveitarfélagsins – niðurstaða verðkönnunar Consello
Lagt fram minnisblað frá ráðgjafafyrirtækinu Consello vegna verðkönnunar í vátryggingar sveitarfélagsins.  Tilboð bárust frá Vís, Sjóvá og TM tryggingum.  Lögð fram eftirfarandi tillaga: „Byggðarráð samþykkir að taka tilboði TM trygginga í vátryggingar sveitarfélagsins.  Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn“.  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með þremur atkvæðum.

4.         Erindi frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra þar sem óskað er eftir umsögn vegna eftirfarandi umsókna skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði og skemmtanahald og reglugerðar nr. 1277/2016 um sama efni:
a)    1906016 Kristinn Bjarnason sækir um leyfi f.h. North West ehf. til að reka gististað í flokki IV í Víðigerði.  Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.   
b)    1906036
Sigrún J. Baldursdóttir sækir um leyfi f.h. Geitafells ehf. til að reka áfengisveitingastað í flokki II að Geitafelli.  Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.
c)     1906037
Sigrún J. Baldursdóttir sækir um leyfi f.h. Geitafells ehf. til að reka gististað í flokki II að Geitafelli.  Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.

5.         1906031 lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um boðun á aukalandsþing sambandsins sem haldið verður á Grand Hótel 6. september nk.

6.         1906032 Lagt fram til kynningar bréf frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands dags. 29. apríl sl. þar sem samstarfssamningur um rekstur dagvistar fyrir aldraða í Húnaþingi vestra er sagt upp.  Uppsagnarfrestur er 6 mánuðir.  Einnig lagt fram minnisblað um framkvæmd  dagvistar fyrir aldraða í Húnaþingi vestra og nokkrum öðrum sveitarfélögum. 

7.         1906030 Erindi frá SSNV þar sem verið er að kanna áhuga sveitarstjórna á svæðinu til að skoða nánar mögulegt samstarf safna í samræmi við beiðni frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.  Byggðarráð fagnar áframhaldandi samstarfi.  Söfnin á Norðurlandi vestra hafa verið að vinna markvisst að nánara samstarfi síðustu 3 árin og meðal annars verið haldin sameiginleg námskeið fyrir starfsmenn.  Þá hafa starfsmenn safnanna á Norðurlandi vestra aðstoðað hvort annað við verkefni og sýningar og nýjasta verkefnið er að  gera sameiginlega viðbragðsáætlun fyrir viðurkennd söfn og skjalasöfn á Norðurlandi vestra. Auk þess eru Skjalasöfn á öllu Norðurlandi að vinna að sameiginlegri lausn varðandi varðveislu rafrænna gagna.

8.         1904042 Tilboð í skólaakstur 2019/2020 – 2022/2023, leið 4 og 5.  Áður á dagskrá 1002. og 1003. fundar.  Fyrir fundinum liggur minnisblað frá Landslögum – lögfræðistofu. 
Varðandi leið 4 er niðurstaðan sú að um frávikstilboð er að ræða þar sem áskilnaður um hækkun á taxta sem einungis er tengdur leikskólabörnum feli í sér frávik frá tæknilýsingu útboðsgagnanna.  Af útboðsgögnum má skýrlega ráða að sá taxti sem boðinn er skuli gera ráð fyrir því að bílstjórum sé skylt að aka leikskólabörnum.  Tilboð sem áskilur rétt um að hækka taxta ef leikskólabörn eru með í för er því að mati lögfræðings frávikstilboð. Tilboð Tryggva Rúnars í leið 4 var hins vegar ekki skilgreint sem slíkt og því engin grein gerð fyrir því fráviki sem fólst í tilboðinu.  Er því rétt að hafna/vísa því frá sem ógildu. 

Varðandi leið 5 þá er það niðurstaðan að ekki sé um frávik að ræða frá tæknilýsingu útboðsgagnanna að áskilja sér rétt til að aka börnum frá tilteknum stað á annarri bifreið að því gefnu að áskilnaðurinn hafi ekki áhrif á verð tilboðsins.  Því er talið rétt að meta tilboð Ghauks slf. í leið 5 sem gilt tilboð.

Lögð fram eftirfarandi tillaga: „Byggðarráð samþykkir að taka tilboði Ghauks slf. í leið 5.  Þá samþykkir byggðarráð að hafna tilboði Tryggva Rúnars í leið 4 og felur skólastjóra að auglýsa útboð í leið 4.  Í samræmi við ofangreint samþykkir byggðarráð að fela sveitarstjóra að tilkynna hlutaðeigandi ofangreindar afgreiðslur með formlegum hætti.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með þremur atkvæðum.

9.         1906012 Erindi frá Ágústi Þorbjörnssyni vegna tilboða í skólaakstur 2019/2020 – 2022/2023.  Byggðarráð þakkar Ágústi erindið og felur sveitarstjóra að svara erindinu.

10.     1906033 Lögð fram til kynningar úttekt Portum verkfræðistofu ehf. á ástandi hafnarmannvirkja á Hvammstanga.  Í tillögu að úrbótum er miðað við að viðhalda höfninni fyrir utan dýpkun innsiglingu smábátahafnar en það er nauðsynlegt til að auka notagildi hafnarinnar.  Að auki styrkhæfra verkefni þarf að ráðast í nokkrar viðbætur sem falla á höfnina sem eru að styrkja landgang, lengja stiga, loka toppi á staurum og fríska upp á ljósamasturs- og vatnshúsið við Norðurgarð.  Byggðarráð fagnar úttektinni og mun hafa hana til hliðsjónar í komandi fjárhagsáætlunargerð.

11.     1906034 Lagt fram bréf frá Rannveigu A. Hjartardóttur þar sem hún fer þess á leit sem foreldri og starfsmaður í Frístund að opnunartími ærslabelgs verði lengdur.  Lögð fram eftirfarandi tillaga:  “Byggðarráð samþykkir að lengja opnunartíma ærslabelgsins, þannig að hann verði opinn milli kl. 9:00 – 22:00 til samræmis við nágrannasveitarfélögin, til 31. ágúst 2019“.  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum. 

12.     Fundargerð 10. fundar veituráðs, liður 3 um gjaldskrá hitaveitu. 

Dagskráliður 3 um gjaldskrá hitaveitu, þar sem tekið hefur verið til í gjaldskránni og gagnsæi aukið, borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum. 
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum

13.     Fundargerð 168. fundur landbúnaðarráðs dags. 5. júní sl.  Fundargerð í 7 liðum.

Dagskráliður 4 um innkaupastefnu ríkisins á matvælum.  Byggðarráð tekur undir bókunlandbúnaðarráðs og gerir að sinni.  „Byggðarráð Húnaþings vestra fagnar nýsamþykktri innkaupastefnu ríkisins á matvælum og tekur undir með Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að þær áherslur sem lagðar eru til grundvallar stefnunni gefi íslenskum matvælaframleiðendum ákveðið forskot á aðra. Kristján segir að meginmarkmið stefnunnar sé að efla sjálfbærni, vistvæn skilyrði, lýðheilsu og umhverfisvitund.

Byggðarráð fagnar þeim skilyrðum sem fram koma í útboðsgögnum um kaup á hráefni í mötuneyti Eyjafjarðarsveitar þar sem tekið var fram að allt kjöt, allur fiskur og allar mjólkurvörur skulu vera af íslenskum uppruna að því gefnu að varan sé framleidd og fáanleg á Íslandi.  Einnig kemur þar fram að sem hæst hlutfall af grænmeti skuli vera af íslenskum uppruna eftir því sem framboð og hráefni leyfir.  Þannig tekst best að uppfylla markmiðið um vistvæn skilyrði og kröfur í tengslum við framleiðsluhætti og flutninga sem og að draga úr loftslagsáhrifum.“

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.

Samþykkt að taka á dagskrá

14.     1906042 Fyrir fundinum liggur tölvubréf frá Sveinbjörgu Rut Pétursdóttur þar sem hún segir sig úr stjórn Félagsheimilisins Hvammstanga vegna breyttra verkefna.  Lögð fram eftirfarandi tillaga:  „Lagt til að Brynja Guðjónsdóttir Blöndal taki sæti sem aðalmaður fyrir hönd sveitarfélagsins í stjórn Félagsheimilisins Hvammstanga í stað Sveinbjargar.“  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.   

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                               Fundi slitið kl.: 16:08

Var efnið á síðunni hjálplegt?