62. fundur

62. fundur afgreiðslufunda Byggingarfulltrúa haldinn miðvikudaginn 10. mars 2021 kl. 10:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi.

Jóhannes Kári Bragason slökkviliðsstjóri.

Fundargerð ritaði: Ólafur Jakobsson.

1. Strandgata 9, viðbygging.

Erindi nr. 2006009. Baldur Úlfar Haraldsson, kt. 230165-5649, sækir um leyfi til að byggja við íbúðarhús sitt, Strandgötu 9. Hönnunarstjóri er Hólmfríður Ó. Jónsdóttir, kt. 030966-5039. Viðbyggingin er 40 m2. Innkomnir nýir aðaluppdrættir A01a þann 8. feb. 2021 og A02b þann 18. febrúar. Byggingarfulltrúi samþykkir aðaluppdrættina.

2. Efri-Þverá IIA, íbúðarhús, breyting á gluggum.

Erindi nr. 2102043. Tilkynnt hefur verið af Ingibjörgu G. Geirsdóttur, kt. 221258-5419, að til standi að skipta út gluggum og hurðum í íbúðarhúsinu Efri-Þverá, L228030, mhl. 01 & 02. Allir gluggar herbergja verða með 60 x 60cm opnarleg fög. Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið en bendir á að björgunarop verða að vera 60x90cm að lágmarki og hæð frá gólfi að hámarki 120 cm .

3. Staðarskáli N1, viðbygging og breyting á innra skipulagi.

Erindi nr. 2102047. Guðrún Ragna Yngvadóttir, kt. 220482-3599, sækir fyrir hönd N1 ehf, kt. 411003-3370, um leyfi fyrir breytingum á innra skipulagi og viðbyggingu við kæli í austurhorni. Borist hafa uppdrættir á rafrænu formi. Byggingarfulltrúi samþykkir breytta aðaluppdrætti. Bent er á að færa þarf rafhleðslunstöð, sem er á lóðinni, inná afstöðumynd.

4. Steinholt, frístundahús.

Erindi nr. 2103013. Björn Björnsson, kt. 151050-4929, sækir um leyfi fyrir frístundahúsi á lóðinni Steinholti, lnr. 229073. Húsið er aðflutt og hefur ekki verið notað sem íbúðarhús eða frístundahús áður. Meðfylgjandi er óundirritaður uppdráttur.

Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið en leggja þarf inn uppdrætti gerða af löggiltum hönnuði. Sjá meðfylgjandi athugasemdablað.

Fundi slitið – kl. 11:00

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?