57. fundur

57. fundur afgreiðslufunda Byggingarfulltrúa haldinn þriðjudaginn 25. ágúst 2020 kl. 08:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi.

Pétur Arnarsson formaður skipulags- og umhverfisráðs.

Starfsmenn

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Ólafur Jakobsson

1.                 Grænahlíð, íbúðarhús.

Erindi nr. 2008004.  Jóhanna G. Einarsdóttir kt. 200155-2039, sækir með erindi mótteknu 20. ágúst sl. um leyfi til að byggja íbúðarhús, mhl 01, á lóð sinni Grænuhlíð L230258 í Hrútafirði. Inn komnir aðaluppdrættir 20. ágúst sl., eftir Árna Gunnar Kristjánsson byggingatæknifræðing, kt. 231161-3849, sem jafnframt er hönnunarstjóri.

Byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan í athugasemdablað.

 

2.                 Tófuflöt, íbúðarhús.

Erindi nr. 1911004.  Sigríður Bjarnadóttir, kt. 230966-5599, sækir um byggingarleyfi fyrir hönd Biggi upp ehf, kt. 410210-0530 um leyfi til að byggja íbúðarhús á lóðinni Tófuflöt, landnúmer 229296. Sótt er um húsið sem einbýlishús. Hönnunarstjóri er Eiríkur Vignir Pálsson byggingafræðingur, kt. 010975-4179. Inn komnir nýir aðaluppdrættir, mótteknir 5. ágúst 2020.

Byggingarfulltrúi frestar erindinu og kallar eftir ástandsskýrslu gáma.

 

3.                 Bakkatún 4, íbúðarhús.

Erindi nr. 2008005.  Bjarni Þór Einarsson kt. 310348-2449, sækir fyrir hönd Jessicu Aquino, kt. 270279-3849 með erindi mótteknu 21. ágúst sl. um leyfi til að byggja íbúðarhús á einni hæð með rislofti, ásamt bílsgeymslu, á lóð sinni Bakkatúni 4, mhl 01 og 02, samkvæmt aðaluppdráttum eftir Bjarna Þór, sem jafnframt er hönnunarstjóri. Áformað er að byggja mhl 01, íbúð, fyrst, en geyma byggingu bílgeymslu og herbergja sem tilheyra mhl 02.

Byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan í athugasemdablað.

 

4.                 Laxárdalur 3, fjárhús - viðbygging.

Erindi nr. 2006021.  Jóhann Ragnarsson, kt. 180770-3729, Laxárdal 3, L142211, á Ströndum, sækir um leyfi til að byggja við fjárhús mhl 10. Hönnunarstjóri er Sæmundur Víglundsson, kt. 171057-4429. Viðbyggingin er tæpir 170 m2 auk haugkjallara undir hluta hennar. Inn komnar teikningar á rafrænu formi 3. júlí sl.

Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin.

 

5.                 Neðri-Fitjar, íbúðarhús.

Erindi nr. 2007037.  Emil Þór Guðmundsson kt. 280456-3499, sækir með erindi dagsettu 10. júlí sl., fyrir hönd Gunnars Þorgeirssonar, kt. 240767-5119, um leyfi til að byggja íbúðarhús, mhl 09, á jörðinni Neðri-Fitjum, L 144627. Inn komnir aðaluppdrættir á rafrænu formi 17. ágúst sl., eftir Emil Þór Guðmundsson byggingatæknifræðing, sem jafnframt er hönnunarstjóri.

Byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan í athugasemdablað.

 

 

Fundi slitið – kl. 09:30

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?