53. fundur

53. fundur afgreiðslufunda Byggingarfulltrúa haldinn miðvikudaginn 10. júní 2020 kl. 10:30 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi

Pétur Arnarsson, formaður skipulags- og umhverfisráðs

Starfsmenn

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi

Pétur Arnarsson, formaður skipulags- og umhverfisráðs

Fundargerð ritaði: Ólafur Jakobsson

1. Laxárdalur 3, fjárhús - viðbygging.
Erindi nr. 2006021. Jóhann Ragnarsson, kt. 180770-3729, Laxárdal 3, L142211, á Ströndum, sækir um leyfi til að byggja við fjárhús mhl 10. Hönnunarstjóri er Sæmundur Víglundsson, kt. 171057-4429. Viðbyggingin er tæpir 170 m2 auk haugkjallara undir hluta hennar.
Byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan í athugasemdablað.
2. Ásbjarnarstaðir 1A, einbýlishús.
Erindi nr. 2004056. Guðmundur J. Loftsson kt. 270884-2589, sækir með erindi mótteknu 29. apríl sl. um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð sinni Ásbjarnarstöðum 1A. Inn komnir 9. júní sl., nýir aðaluppdrættir, á rafrænu formi, eftir Gísla G. Gunnarson byggingafræðing, kt. 020649-2409, sem jafnframt er hönnunarstjóri.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið og kallar eftir útprentuðum teikningum.


Fundi slitið – kl. 11:00

Var efnið á síðunni hjálplegt?