49. fundur

49. fundur afgreiðslufunda Byggingarfulltrúa haldinn þriðjudaginn 7. apríl 2020 kl. 10:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi.

Jóhannes Kári Bragason, slökkviliðsstjóri.

Fundargerð ritaði: Ólafur Jakobsson .

1.                 Norðurbraut 24, frystigeymsla.

Erindi nr. 1902003. Davíð Gestsson kt. 171264-4489 sækir með erindi mótteknu 6. febrúar 2019, fyrir hönd Sláturhúss KVH, kt. 590106-0970, um leyfi til að byggja nýja frystigeymslu við

norðurenda sláturhússins Norðurbraut 24. Innkomnir nýir aðaluppdrættir, á rafrænu formi, af frystigeymslunni þann 12. mars 2020.

Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um að skráningartafla og leiðréttar teikningar berist.

2.                 Nestún 1, varaflsstöð.

Erindi nr. 2003063. Bjarni Þór Einarsson tæknifræðingur, leggur f.h. Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, kt. 630909-0740, fram teikningu af gám fyrir varaaflsstöð á lóðinni Nestún 1, L144379. Um er að ræða 10‘ gám sem festur er á niðurgrafnar undirstöður sem eru steyptir þverbitar. Bjarni er hönnunarstjóri. Sótt er um sem „tilkynnta framkvæmd“, óháða  byggingarleyfi,  með vísan í  g. lið 2.3.5. byggingarreglugerðar nr. 112/2020. Meðfylgjandi er skráningartafla.

Þó að gámurinn falli ekki fyllilega að skilgreiningunni: „Smáhýsi úr léttum byggingarefnum til geymslu garðáhalda o.þ.h.“ Þá samþykkir byggingarfulltrúi byggingaráformin þar sem skipulags- og umhverfisráð hefur samþykkt staðsetningu varaaflsstöðvarinnar, sem eðli málsins samkvæmt, veldur ekki truflun eða umgangi nema í sérstökum undantekningartilfellum.

Byggingarfulltrúi að samþykkir framkvæmdina sem tilkynnta framkvæmd.

3.                 Grundartún 14, bílskúr.

Erindi nr. 2004005 (eldra 1005010). Hannes S. Ársælsson, kt. 270474-4709 og Helena Halldórsdóttir, kt. 010674-3519, sækja með erindi dags. 31.03.2020, um að endurnýja eldra leyfi frá 2010, til byggingar bílskúrs við hús sitt, Grundartún 14.  

Eldra leyfið er útrunnið og hafa því teikningarnar verið yfirfarnar miðað við núgildandi byggingarreglugerð. Byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan í athugasemdablað.

 

Fundi slitið – kl. 10:40

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?