38. fundur

38. fundur afgreiðslufunda Byggingarfulltrúa haldinn föstudaginn 17. maí 2019 kl. 08:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi

Pétur Arnarsson slökkviliðsstjóri

Starfsmenn

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi

Pétur Arnarsson slökkviliðsstjóri

Fundargerð ritaði: Ólafur Jakobsson

1. Bakktún 10, íbúðarhús.
Erindi nr. 1904052. Sigurður Björnsson, kt. 170451-4819, sækir með erindi mótteknu 29. apríl 2019, um byggingarleyfi fyrir einbýlishús með bílgeymslu á lóð sinni Bakkatúni 10, L211560. Innkomnir 15. maí sl., nýir aðaluppdrættir eftir Sæmund Óskarsson.
Byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan í athugasemdablað.


2. Lindarvegur 5, nýtt raðhús.
Erindi nr. 1902012. Júlíus Þ. Júlíusson, kt. 16057564-4339, sækir fyrir hönd Hoffells ehf, kt. 5001108-0670 með erindi mótteknu 8. janúar 2019 um byggingarleyfi fyrir 6 íbúða raðhúsi á lóðinni Lindarvegur 5. Innkomnir þann 3. maí 2019, aðaluppdrættir áritaðir af Sigríði Maack arkitekt. Skráningartöflur fyrir matshluta 01-06 liggja fyrir.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Samkvæmt skráningu lóðar og reglum þjóðskrár fær matshluti 01 staðfangið Lindarvegur 5A og síðan koll af kolli þannig að matshluti 06 fær staðfangið Lindarvegur 5F.


3. Norðurbraut 24, ný frystigeymsla.
Erindi nr. 1902003. Davíð Gestsson kt. 171264-4489 sækir með erindi mótteknu 6. febrúar 2019, fyrir hönd Sláturhúss KVH, kt. 590106-0970, um leyfi til að byggja nýja frystigeymslu við
norðurenda sláturhússins að Norðurbraut 24. Grenndarkynning hefur farið fram og var ekki gerð athugasemd við framkvæmdina. Innkomnir aðaluppdrættir af frystigeymslunni þann 13. febrúar 2019.
Byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan í athugasemdablað.


Fundi slitið – kl. 08:30

Var efnið á síðunni hjálplegt?