31. fundur

31. fundur afgreiðslufunda Byggingarfulltrúa haldinn föstudaginn 11. janúar 2019 kl. 00:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi

Pétur Ragnar Arnarsson formaður skipulags- og umhverfisráðs

Fundargerð ritaði: Ólafur Jakobsson.

1.                 Hvoll lóð nr. 34, frístundahús.

Erindi nr. 1609096. Innkomnir nýir aðaluppdrættir og skráningartöflur eftir Stefán Árnason, í desember 2018. Um er að ræða reyndarteikningar sem farið var fram á eftir úttekt sem framkvæmd var 15. mars 2018.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.        Melavegur 7, bílgeymsla.

Erindi nr. 1810019. Magnús Atli Pétursson, kt. 290187-3549, sækir með erindi mótteknu 16. október 2018, um leyfi til að byggja bílgeymslu á lóð sinni Melavegi 7. Grenndarkynning á byggingaráformunum hefur farið fram og engar athugasemdir bárust. Bílskúrinn er 72 m2 og stendur norðvestan við íbúðarhúsið. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir eftir Þorvald E. Þorvaldsson. Hönnunarstjóri er Ingvar Gýgjar Sigurðsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin.

3.        Hvoll lóð nr. 26, bátaskýli.

Erindi nr. 1808026. Umsókn Óttars Karlssonar, kt. 051176-4569, um leyfi til að byggja bátaskýli á sumarhúsalóð sinni, Hvoll lóð nr. 26, við Vesturhópsvatn. Fyrirliggjandi eru teikningar eftir Óttar og yfirfarnar af Karli Ómari Jónssyni. Grenndarkynning á byggingaráformunum hefur farið fram og engar athugasemdir bárust. Málið var áður á dagskrá 302. og 304. fundar skipulags- og umhverfisráðs.

Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin en byggingarleyfi verður veitt þegar ítarlegri gögn hafa borist.

 

Fundi slitið – kl. 12:30

Var efnið á síðunni hjálplegt?