30. fundur

30. fundur afgreiðslufunda Byggingarfulltrúa haldinn þriðjudaginn 11. desember 2018 kl. 10:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Fundarmenn:

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi

Pétur Ragnar Arnarsson formaður skipulags- og umhverfisráðs

Fundargerð ritaði: Ólafur Jakobsson

1.                 Reykir, vélageymsla og viðbygging.

Erindi nr. 1610008. Aðaluppdrættir af vélageymslu, mhl. 33 og geymslu (viðbyggingu) mhl 25 sem lagðir voru inn 16. nóv. 2016 og var frestað vegna smávægilegra athugasemda, sem tekið hefur verið tekið tillit til, eru nú teknir til afgreiðslu. Það sem útaf stendur er sambrunahætta og er þeirri athugasemd vísað til slökkviliðsstjóra.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.        Hlíðarvegur 6, viðbygging við íþróttahús.

Erindi nr. 1611050. Nýir aðaluppdrættir af viðbyggingu við íþróttahús Hlíðarvegi 6, eftir Bjarna Þór Einarsson, innkomnir 6. des. sl. Breytt er flóttaleið af 2.h. þannig að fellistigi kemur í stað flóttastiga.

Byggingarfulltrúi frestar erindinu. Gera þarf grein fyrir hámarksfjölda fólks í þrektækja- og hoppsal á 2. hæð. Flóttaleið að norðan skal uppfylla kröfu um algilda hönnun.

3.        Syðsti-Ós, fjárhúsi breytt í fjós.

Erindi nr. 1709007. Umsókn Ósbúsins ehf, kt. 440613-0630, um leyfi til að breyta fjárhúsi, mhl. 11, á Syðsta-Ósi, í lausagöngufjós. Innkomnar nýjar teikningar 4. desember, eftirBjarna Þór Einarsson, kt. 310348-2449. Málið var áður á dagskrá 22. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa. Tilgreina þarf brunaviðvörunarkerfi vegna mjaltaþjóns.

Byggingarfulltrúi frestar erindinu.

4.        Bakkatún 8, íbúðarhús með bílgeymslu.

Erindi nr. 1705004. Innkomnir nýir uppfærðir aðaluppdrættir eftir Bjarna Þór Einarsson. Um minniháttar lagfæringar er að ræða. Minnt er á að topphengd björgunarop þurfa að vera með búnaði sem getur haldið þeim í opinni stöðu.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

 

Fundi slitið – kl. 11:00

Var efnið á síðunni hjálplegt?