24. fundur

24. fundur afgreiðslufunda Byggingarfulltrúa haldinn fimmtudaginn 2. ágúst 2018 kl. 10:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi

Pétur Ragnar Arnarsson formaður skipulags- og umhverfisráðs

Fundargerð ritaði: Ólafur Jakobsson

1.        Egilsstaðir, vélageymsla.

Erindi nr. 1504036.  Steinar Halldórsson. Kt. 100943-2209, leggur þann 30. júlí 2018, inn nýja aðaluppdrætti af vélageymslu að Egilsstöðum á Vatnsnesi. Uppdrættirnir eru gerðir af Sæmundi Eiríkssyni byggingatæknifræðingi, kt. 261249-2949. megin breyting frá fyrri uppdráttum er að á grunninn verður sett stálgrind klæddri með stálsamlokueiningum með steinullareinangrun.

Byggingarfulltrúi samþykkir aðaluppdrættina.

2.        Gröf I, hesthús og reiðskemma.

Erindi nr. 1605081. Innlagðar reyndarteikningar af hesthúsi og reiðskemmu og breytingu á hlöðu í hesthús, 14.7.2018, eftir Vigfús Halldórsson, kt. 100760-5849. Öryggisúttekt fór fram 2. mars 2018 þar sem farið var fram á uppfærða aðaluppdrætti.

Byggingarfulltrúi hafnar innlögðum reyndarteikningum þar sem þær eru ekki í samræmi við myndir sem teknar voru í áðurnefndri úttekt.

3.        Gröf, geymsla.

Erindi nr. 1705042. Ásmundur Ingvarsson, kt. 121260-4689, leggur inn reyndarteikningar af geymslu að Gröf, lnr. 144610. Geymslan er límtrésbygging með steinullarsamlokueiningum. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir eftir Vigfús Halldórsson. Öryggisúttekt fór fram 2. mars 2018 þar sem farið var fram á uppfærða aðaluppdrætti.

Byggingarfulltrúi hafnar innlögðum reyndarteikningum þar sem þær eru ekki í samræmi við úttektarskýrslu.

4.        Strandgata 1, verslunarbil í kjallara.

Erindi nr. 1808002. Bjarni Þór Einarsson byggingatæknifræðingur, kt. 310348-2449, leggur fyrir hönd Kaupfélags Vestur-Húnhúnvetninga, kt. 680169-1879, inn reyndarteikningar af verslunarrými í Strandgötu 1, lnr. 144403, mhl 02, kjallara.

Byggingarfulltrúi frestar erindinu.  Sýna þarf innréttingar og uppröðun í verslunarrými vegna mats á flóttaleiðum.  Gefa þarf upp áætlað brunaálag.

 

Fundi slitið – kl. 11:30

Var efnið á síðunni hjálplegt?