23. fundur

23. fundur afgreiðslufunda Byggingarfulltrúa haldinn fimmtudaginn 28. júní 2018 kl. 00:00 16:10.

Fundarmenn

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi

Pétur Ragnar Arnarsson formaður skipulags- og umhverfisráðs

Fundargerð ritaði: Ólafur Jakobsson

 

1.        Syðra-Kolugil, viðbygging við fjárhús.

Erindi nr. 1803041.  Ingvar F. Ragnarsson, kt. 050472-4429, sækir með erindi mótt. 15. mars 2018, um leyfi til að byggja við fjárhús mhl. 16, á Syðra-Kolugili. Viðbyggingin kemur sunnan við fjárhúsin og er 157,5 m2. Málið var áður tekið fyrir á fundi skipulags- og umhverfisráðs 12.9.2017 og vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Innkomin greinargerð um brunavarnir, þann 30. maí 2018.

 

Byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan í athugasemdablað.

2.        Sauðá 1, íbúðarhús.

Erindi nr. 1805056. Tómas Örn Daníelsson, kt. 050381-3589, sækir fyrir hönd Guðna Ellertssonar, kt. 090287-2309, um leyfi til að setja niður smáhýsi, sem flutt verður frá Gamla -Staðarskála á lóðina Sauðá 1, lnr. 226099. Einnig er sótt um að breyta húsinu og byggja við það samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Daníel Karlsson. Málið var áður á dagskrá 22. fundar byggingarfulltrúa.

 

Byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan í athugasemdablað.

3.        Hvammstangabraut 13A, gluggaskipti.

Erindi nr. 1806062. Hrafn Þorsteinsson og Guðríður Þorsteinsdóttir eigendur íbúðar 0201 á 2. hæð Hvammstangabrautar 13A óska eftir leyfi til að endurnýja glugga íbúðarinnar án þess að breyta útliti með þeirri undantekningu að staðsetja opnanleg fög þannig að þau megi opna meira. Aðrir eigendur Hvammstangabrautar 13A hafa lýst sig samþykka.

 

Byggingarfulltrúi samþykkir breytinguna.

4.        Bakkatún 9, íbúðarhús.

Erindi nr. 1804015. Inn komnir breyttir aðaluppdrættir eftir Stefán Árnason af Bakkatúni 9. Um er að ræða lítils háttar breytta staðsetningu húss, þar sem það færist 0,5 m sunnar, og þakkantur breytist að norðan.

 

Byggingarfulltrúi samþykkir breytt byggingaráform.

5.        Lækjarhvammur, íbúðarhús.

Erindi nr. 1806064. Indriði Karlsson, f.h. Herdísar Einarsdóttur, kt. 290559-5459, leggur inn nýja teikningu af íbúðarhúsinu í Lækjarhvammi. Um er að ræða endurbyggingu og skiptingu í tvær íbúðir.

 

Byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan í athugasemdablað.

6.        Teigagrund 6, tilkynnt framkvæmd.

Erindi nr. 1806008. Bjarni Þór Einarsson, kt. 310348-2449, sækir f.h. Pálínu Fanneyjar Skúladóttur um að breytingar á húsinu Teigagrund 6, verði samþykkt sem tilkynnt framkvæmd. Um er að ræða lokun á svalaskoti með gluggaeiningum og rennihurðareiningu ásamt palli og heitum potti. Meðfylgjandi eru teikningar af húsinu eftir breytingar eftir Bjarna Þór.

 

Byggingarfulltrúi fellst á að framkvæmdin falli undir grein 2.3.5. um tilkynntar framkvæmdir.

Sú teikning sem fylgir umsókninni er ekki í samræmi við þær teikningar sem liggja fyrir hjá byggingarfulltrúa.  Líta verður þannig á að um breytingu á grunnmynd sé að ræða sem sækja þarf um sérstaklega.

 

Fundi slitið – kl. 16:15

 

_________________________________              _________________________________

Pétur Ragnar Arnarsson                                             Ólafur Jakobsson

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?