22. fundur

22. fundur afgreiðslufunda Byggingarfulltrúa haldinn þriðjudaginn 5. júní 2018 kl. 10:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi

Pétur Ragnar Arnarsson formaður skipulags- og umhverfisráðs

Fundargerð ritaði: Ólafur Jakobsson

1.        Syðsti-Ós, fjárhúsi breytt í fjós.

Erindi nr. 1709007.  Bjarni Þór Einarsson, kt. 310348-2449, sækir með erindi dags. 5. september 2017, fyrir hönd Ósbúsins ehf, kt. 440613-0630, um leyfi til að breyta fjárhúsi, mhl. 11, á Syðsta-Ósi í lausagöngufjós. Fjárhúsin eru á lóðinni Syðsti-Ós 4. Málið var áður tekið fyrir á fundi skipulags- og umhverfisráðs 12.9.2017 og vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Innkomin greinargerð um brunavarnir, þann 30. maí 2018.

 

Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin og kallar eftir uppfærðum aðaluppdráttum þar sem meðal annars verður gerð grein brunahólfun mjólkurhúss og mótorhúss.

2.        Sauðá 1, íbúðarhús.

Erindi nr. 1805056. Tómas Örn Daníelsson, kt. 050381-3589, sækir fyrir hönd Guðna Ellertssonar, kt. 090287-2309, um leyfi til setja niður smáhýsi, sem flutt verður frá Gamla -Staðarskála á lóðina Sauðá 1, lnr. 226099. Einnig er sótt um að breyta húsinu og byggja við það samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Daníel Karlsson.

 

Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið með vísan í athugasemdir á fylgiblaði. Óheimilt er að flytja húsið fyrr en byggingarfulltrúa hefur borist ástandsskýrsla um húsið og teikningar hafa verið lagfærðar.

 

Fundi slitið – kl. 11:00

Var efnið á síðunni hjálplegt?