Sumarstöf 2018 hjá Húnaþingi vestra

Sumarstöf 2018 hjá Húnaþingi vestra

Fjölskyldusvið

Frístundastarf í grunnskólanum

Tímabil:               Júní – 12. júlí og 9. ágúst – 23. ágúst
Starfsheiti:         Leiðbeinandi
Starfslýsing:       Í starfinu felst vinna með krökkum á aldrinum 6 – 10 ára sem nota frístund á sumrin þegar skóla er lokið. Unnið er með ýmsa þætti tómstunda og er starfið nokkuð skipulagt frá viku til viku ásamt frjálsum leik. Starfsumhverfi er skólinn og nærumhverfi þar sem hægt er að fara í vettvangsferðir og fleira.                        
Hæfniskröfur:   Góð fyrirmynd, skapandi hugsun, stundvísi og vinnusemi.                                        
Vinnutími:          Unnið er virka daga frá kl. 8:00-16:00.  

Nánari uppl.: Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri, siggi@hunathing.is, s. 455-2900

Félagsleg heimaþjónusta

Tímabil:               Maí – ágúst samkomulag            
Starfslýsing:       Starfið felst í því að sjá um almenn þrif í heimahúsum, fara í sendiferðir (t.d. innkaup) og veita persónulega aðstoð.
Hæfniskröfur:   Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum, almenn kunnátta við þrif og bílpróf eru nauðsynleg.
Vinnutími:          75% starf
Nánari uppl.:     Henrike Wappler, henrike@hunathing.is s. 455-2400

Félagsleg heimaþjónusta

Tímabil:               Júní og júlí          
Starfslýsing:       Útkeyrsla á hádegismat í tvo tíma á dag alla daga vikunnar.
Hæfniskröfur:   Hæfni í mannlegum samskiptum og bílpróf eru nauðsynleg.
Vinnutími:          75% starf
Nánari uppl.:     Henrike Wappler, henrike@hunathing.is s. 455-2400

 Íþróttamiðstöð

Tímabil:               Maí – ágúst samkomulag
Starfsheiti:         Starfsmaður íþróttamiðstöðvar
Starfslýsing:       Í starfinu fellst aðallega eftirlit og afgreiðsla í sundlaug og íþróttasal, Þrif og annað tilfallandi.
Hæfniskröfur:   Umsækjendur skulu vera orðnir 18 ára og þurfa að standast stöðupróf í sundi. Góð þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, stundvísi og samviskusemi.
Vinnutími:          Unnið er á vöktum.
Nánari uppl.:     Tanja Ennigard, sundlaug@hunathing.is. s.858-1532

Framkvæmda-og umhverfissvið

Áhaldahús/þjónustumiðstöð

Tímabil:               Maí – ágúst samkomulag
Starfsheiti:         Verkamaður
Starfslýsing:       Í starfinu felast  ýmis verkefni á vegum sveitarfélagsins, t.d. viðhald veitna, sláttur á opnum svæðum og ýmisleg annað tilfallandi.
Hæfniskröfur:   hæfni í mannlegum samskiptum, stundvísi og samviskusemi.  Vinnuvélaréttindi/Dráttavélapróf.
Vinnutími:          Unnið er virka daga frá kl. 7:30-16:15.
Nánari uppl.:     Unnsteinn Óskar Andrésson rekstarstjóri, unnsteinn@hunathing.is. s. 771-4950

Vinnuskóli Húnaþings vestra

Tímabil:               Maí – ágúst samkomulag
Starfsheiti:         Flokkstjóri
Starfslýsing:       Í starfinu felst skipulagning og stýring á vinnuhópum unglinga á aldrinum 13 til 16 ára. Vinnuhóparnir sinna umhirðu og viðhaldi á opnum svæðum og við stofnanir sveitarfélagsins. Verkefnin eru m.a gróðursetning, hreinsun beða og göngustíga, þökulagning, málun og sópun. Leiðsögn, hópefli og hvatning til góðra verka er stór þáttur í starfinu.  Í starfi flokkstjóra sláttuhóps felst skipulagning og stýring á vinnuhópum 16 ára og eldri við slátt, rakstur og önnur tilfallandi verkefni. Flokkstjórar skrifa og halda utan um vinnuskýrslur.
Hæfniskröfur:   Góð fyrirmynd, stundvísi og vinnusemi. Reynsla af starfi með unglingum æskileg.
Vinnutími:          Unnið er virka daga frá kl. 8:00-17:00.
Nánari uppl.:     Ína Björk Ársælsdóttir Umhverfisstjóri, ina@hunathing.is. s. 771-4959

 

Umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2018. Skriflegri umsókn, skal skilað á skrifstofu Húnaþings vestra, eða á netfangið skrifstofa@hunathing.is. Umsóknareyðublöð má finna HÉR. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Konur, sem og karlar, eru hvattar til að sækja um.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag. Nánari uppl. gefur launafulltrúi í Ráðhúsi, s. 455-2400

                 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?