Þorrablót í Ásbyrgi 2024

Kæru sveitungar nær og fjær, takið eftir!
Þorrablótið í Ásbyrgi 2024 verður haldið 17. febrúar nk. Takið daginn frá!
Matur verður í umsjá Tóta kokks, eða Þorvaldar Björnssonar fyrir þá sem vilja fletta honum upp á Íslendingabók.
Hljómsveitin Meginstreymi kemur alla leið úr Dölunum til að halda uppi fjörinu á ballinu að loknu borðhaldi.
~Miðaverð er 9.500 kr.~
Nánari upplýsingar koma síðar.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Kveðja, nefndin
Var efnið á síðunni hjálplegt?