Þjóðhátíðardagurinn 17. júní í Húnaþingi vestra

Hæ hó jibbí jei! 

17. júní verður haldinn hátíðlegur við Félagsheimilið á Hvammstanga. Yfirbragð hátíðarhaldanna mun minna á gamla tíma. Boðið upp á andlitsmálun, götumat, handíðir, skemmtiatriði, og leiki fyrir alla fjölskylduna. 

Komið með lautarferðarteppi og njótið sumarsólarinnar (eða rigningarinnar…), eða farið í búning og takið skemmtilega mynd í ljósmyndaklefa Leikflokksins. búið til skrúðgöngubrúðu með Handbendi, uppgötvið ljóð og bókmenntafjársjóði á óvanalegum stöðum, takið þátt í Zúmba undir beru lofti, og margt fleira!

Dagskrá:
11:30 – 13:00 – Búið til hátíðarborða, fána og skrúðgöngubrúður með Handbendi Brúðuleikhúsi, Möggu Sól og handverksfólki.

13:00 – 16:00 – Listasmiðja með Danielle Rante (í samstarfi við NES listamiðstöð á Skagaströnd). Frekari upplýsingar um vinnusmiðjuna hér að neðan.

14:30 – 18:00 Ýmislegt við að vera sunnan við Félagsheimilið. Pylsur, handíðir, leikir og fleira.

15:00 Zúmba fyrir alla fjölskylduna með Guðrúnu Helgu

16:00 Komum saman við Félagsheimilið þaðan sem skrúðgangan leggur af stað. Gaman ef þið væruð í þjóðbúning, ef þið eruð svo heppin að eiga svoleiðis (eða fótboltabúningnum) og ekki gleyma að koma með skrúðgöngubrúðuna, fána og borða. Hestamannafélagið Þytur leiðir skrúðgönguna.

16.30 Ávarp fjallkonunnar.

Sjá tengil á viðburð HÉR

Var efnið á síðunni hjálplegt?