Steikarhlaðborð & Pub-Quiz á Sjávarborg

Föstudagskvöldið 3.júlí verður steikarhlaðborð og pub-quiz á Sjávarborg.

Steikarhlaðborðið hefst kl. 18:00
og er til 20:00. Úrval af steikum á hlaðborði: nautalund, hrossalund, kjúklingabringur og lambasteik. Franskar, kartöflubátar, sveppasósa, Béarnaise sósa, sætkartöflusalat og blandað ferskt salat.
Verð aðeins 4500 kr

Pub-Quizið hefst síðan kl. 20:30. Vinkonurnar og stuðpinnarnir Ástrós og Guðrún Helga munu stjórna pub-quizinu.
Verðlaun í boði fyrir sigurvegara.

Barinn er opinn til kl 23:00.


Við ætlum að þessu sinni að prófa að vera með tvo bari. Einn bar á hefðbundna staðnum fyrir sterka drykki, kokteila og bjór á krana og annan bar fyrir skot, léttvín og gosbjóra (somersby, LOV & VES). Á seinni barnum tökum við aðeins við kortum eða Apple Pay.

Ath. Ekki verið opið fyrir matseðil þetta kvöld frá kl. 16:30.

Minnum á Happy-Hour frá kl. 16:00-18:00.

18 ára aldurstakmark á pub-quizið.

Mælum eindregið með að fólk bóki borð.
S: 451 3131 eða í gegnum Facebook

Var efnið á síðunni hjálplegt?