Snædrottningin - töfrum hlaðið ævintýri

Leikflokkur Húnaþings vestra kynnir ævintýrið um Snædrottninguna.

Hin sígilda saga HC Andersen um vináttu, kærleika og hugrekki er endursköpuð á fallegan hátt í þessu skemmtilega ævintýri fyrir alla fjölskylduna. 

Kári og Gerða eru bestu vinir sem myndu gera hvað sem er fyrir hvort annað. Þegar Kári hverfur eina kalda vetrarnótt leggur Gerða af stað í ævintýraför um ókunn lönd all a leið að Klakahöll Snædrottningarinnar. Hún eignast marga vini á leiðinni, sem gera hvað þeir geta til að hjálpa henni, en hún ein getur bjargað Kára frá Snædrottningunni. 

Tekst henni að lyfta álögum Snædrottningarinnar áður en það er of seint?

Leikritið er sem sagt eftir sögu HC Andersen og leikgerðin er eftir Gretu Clough, en hún hefur hlotið alþjóðleg verðlaun bæði sem leikskáld og leikstjóri. Persónur leikritsins eru skrautlegar og brúðurnar fallegar; Snædrottningin ætti að gleðja alla fjölskylduna í jólaundirbúningnum.

Frumsýnt verður 7.desember kl 19:00 og einnig verða sýningar þann 8. des kl 19:00 og 9.des 2018 kl. 17:00

Miðaverð er 3000kr, 2700 í forsölu til 1.desember 2018.

Miðasala fer fram á www.leikflokkurinn.is, á netfanginu leikur@leikflokkurinn.is og í síma 655-9052

 

Tengill á viðburð

Var efnið á síðunni hjálplegt?