Með vindinum liggur leiðin heim/ Follow the wind home

Handbendi frumsýnir glænýtt brúðuverk á HIP Fest!
Töfrar lífsins gerast í lítilli vík í norðri þegar andarungar skríða úr eggjum. Andamamma brýnir fyrir börnum sínum hversu mikilvægt sé að halda hópinn en einn þeirra gleymir sér yfir undrum veraldar og villist af leið. Gamall lífsreyndur hundur finnur ungann og með þeim tekst einstök vinátta. Þrátt fyrir að unginn finni öryggi og ást hjá hundinum og fjölskyldu hans þá býr innra með honum þráin eftir frelsi fuglanna.
Sýningin er brúðuleikgerð samnefndar bókar Auðar Þórhallsdóttur sem notið hefur mikillar hylli fyrir falleg efnistök. Með vindinum liggur leiðin heim er hjartahlý sýning fyrir alla aldurshópa en sérstaklega hentug fyrir fjölskyldur með börn 10 ára og yngri.
Miðasala opnar í maí!
/ / /
 
Handbendi Brúðuleikhús premieres a brand new show at HIP Fest!
When a baby eider duck gets separated from his family an old, experienced dog finds the duckling and they form a unique friendship. The duckling finds safety and love with dog and his family, but he yearns for the freedom of the birds.
Adapted from Auður Þórhalldóttir´s delightful and gorgeous book of the same name, Follow the Winds Home is a heartwarming production for all ages, but especially suitable for families with children under 10 years of age.
Tickets go on sale in May.
Var efnið á síðunni hjálplegt?