Haustlitaferð 2017

Haustlitaferð fyrir eldri borgara á vegum kirknanna í Húnaþingi vestra verður farin fimmtudaginn 14. september nk

Lagt verður af stað frá Hvammstangakirkju kl. 9:00

Nestúni kl: 9:10

Laugarbakka kl. 9:25

Farið verður í Skagafjörð með viðkomu í Miklabæjarkirkju, á Löngumýri og í Kakalaskála, þar sem Sigurður Hansen mun segja frá Sturlungasögu.

Áætluð heimkoma um klukkan 18:00

Ferðakostnaður verður greiddur en þátttakendur greiða sjálfir fyrir veitingar.

Áhugasamir skrái sig hjá sr. Guðna Þór í síma : 451-2955 eða 694-4136 eða hjá sr. Magnúsi í síma 451-2840 eða 867-2278 fyrir mánudagskvöldið 11. september nk.

Guðni Þór Ólafsson -  Magnús Magnússon

Var efnið á síðunni hjálplegt?