Frír fyrirlestur um „sterka liðsheild“.

Farskólinn á ferðinni

á Hvammstanga í fjarnámsstofunni Höfðabraut 6, þriðjudaginn 27. febrúar kl. 17:00 – 19:00.

Við, hjá Farskólanum, viljum kynna þér hvað við erum að gera hjá Farskólanum og bjóða þér á stuttan fyrirlestur í leiðinni um sterka liðsheild.

Þorgrímur Þráinsson, verður sérstakur gestur, og heldur erindi um sterka liðsheild. Hvað getum við lært af landsliðinu í fótbolta? Hvert er „leyndarmál“ landsliðsins?  Hann ræðir mikilvægi samstöðu, dugnaðar, vináttu og gleði sem einkennir liðið. Við getum lært heilmikið af liðinu og heimfært margt yfir á daglegt líf okkar og störf.

 

Upp á húsrúm að gera er nauðsynlegt að skrá sig á viðburðinn.

Síminn í Farskólanum er: 455 – 6010, í tölvupósti á farskolinn@farskolinn.is og einnig má skrá sig á heimasíðu Farskólans www.farskolinn.is.

Eigum saman góða stund og ræðum málin og hlustum á skemmtilegan fyrirlestur.

Starfsfólk Farskólans.

Var efnið á síðunni hjálplegt?